Shortcuts
Víkingaþrek 101
Víkingaþrek 101 er grunnnámskeið þar sem farið er í undirstöðuatriði í æfingakerfi Víkingaþreksins.
Á námskeiðinu er markvisst unnið að því að byggja upp aukið úthald og efla líkamsstyrk. Æfingakerfið samanstendur af ýmsum líkamsþyngdaræfingum, ketilbjölluæfingum, lyftingatækni og bardagaþreksæfingum svo eitthvað sé nefnt.
Sjá einnig: VÍKINGAÞREK - HRAÐFERÐ
Að loknu námskeiði fá iðkendur tveggja vikna aðgang að hefðbundnum Víkingaþreksæfingum en að þeim vikum loknum greiða þeir sem vilja halda áfram æfingagjöld samkvæmt verðskrá.
Næsta námskeið:
- 2. desember:
Kennsla fer fram á:
- Mánudögum kl. 19:15
- Miðvikudögum kl. 19:15
- Föstudögum kl. 18:15
- Einn laugardaginn er síðan bardagaþrek kl. 11:00 í Þórssal.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en að því loknu fá iðkendur tvær vikur inn á venjulegar Víkingaþreksæfingar.
Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði námskeiðsins eru tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur þar sem iðkendur geta mætt í venjulega Víkingaþrekstíma. Einnig aðgangur Gryfjunni og Útgarði (lyftingaraðstaða Mjölnis) og að tímum í yoga og Goðaafli.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.
Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Víkingaþrek
Markmið: Að iðkendur læri rétta líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga og nái góðu valdi á meðhöndlun ketilbjalla.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum/æfingabuxum og stuttermabol eða hlýrabol, skór ekki nauðsynlegir en leyfilegir)
Yfirþjálfari: Benedikt Karlsson
Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu eitt grunnnámskeið (101) frítt með 6 mánaða eða lengri binditímaáskrift. Meðlimir í fastri meðlimaáskrift (6 mánaða binditími eða lengur) fá 50% afslátt af 101 grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.