Shortcuts
Wrestling 201
Wrestling 201 eru framhaldstímar í glímu og opnast iðkendum eftir að þeir hafa lokið BJJ 101 námskeiðinu og eru einnig opnir þeim sem eru með sambærilega reynslu. Í tímunum er öll áherslan á standandi glímu, fellur og felluvörn fyrir nogi uppgjafarglímu. Í tímunum skulu iðkendur vera í venjulegum æfingafötum s.s. stuttbuxum og bol.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum. Gunnar Nelson þjálfar tímana og eru þetta tímar sem henta öllum sem vilja bæta sig í glímunni - hvort sem það eru hvítbeltingar að hefja sína glímuvegferð eða svartbeltingar.
Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Brazilian Jiu Jitsu
Þjálfari: Gunnar Nelson