MMA 101

MMA 101MMA 101er 6 vikna grunnnámskeið í MMA. Á námskeiðinu er farið í grunninn á helstu bardagaíþróttunum svo sem brasilísku jiu-jitsu, striking, wrestling og hvernig má blanda þessu öllu saman. 

Áherslan er lögð á tæknilegar æfingar þar sem ákefðin er byggð upp hægt og rólega en enginn þarf að óttast það að fá í sig þung högg á námskeiðinu. Tæknilegu æfingarnar snúast að t.d. fellum (upp við búr og út á gólfi), einföld högg og spörk, yfirburðastöðum úr jiu-jitsu sem henta vel í MMA, varnir frá botninum og margt fleira.

Hvernig keppi ég í MMA?

Námskeiðið hentar bæði fyrir þá sem hafa engan bakgrunn í bardagaíþróttum og fyrir þá sem hafa bakgrunn úr öðrum bardagaíþróttum en vilja tengja íþróttirnar saman. Hver tími endar alltaf á skemmtilegri keyrslu í lokin þannig að allir ættu að læra helling og taka vel á því! Innifalið í námskeiðinu er einnig aðgangur að bardagaþreki á föstudögum kl. 12:10

Eftir námskeiðið er hægt að fara í MMA 201 tímana samkvæmt stundaskrá.

Næsta námskeið - 3. des. (6 vikur):

Kennsla fer fram á:

Fyrstu 4 vikurnar á námskeiðinu fara fram á:

  • þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00

Síðustu 2 vikurnar á námskeiðinu fara fram á:

  • þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00

Skráning á námskeið

Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði 101 námskeiða eru tvær vikur í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að yoga tímum, Goðaafli, heitum potti, köldum potti, sánu og lyftingar- og þrekaðstöðu.

Þjálfari: Julius Bernsdorf, Gunnar Nelson o.fl.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • Tannhlíf
  • MMA æfingarhanskar (6 únsu)  
  • Stuttbuxur og bolur

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu eitt grunnnámskeið (101) frítt með 6 mánaða eða lengri binditímaáskrift. Meðlimir í fastri meðlimaáskrift (6 mánaða binditími eða lengur) fá 50% afslátt af 101 grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

Save

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays and Wednesdays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Fridays: 06:15 - 20:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting halls are open Mon.-Thu. until 22:00 and Fri. until 20:00.

Sauna, hot tub and cold tub close 15 minutes before gym closing.

Subscribe to mailinglist

Division