Shortcuts
Box 201
Box 201 eru framhaldstímar í ólympískum hnefaleikum þar sem kafað er dýpra í tækniatriði íþróttarinnar. Krafist er þess að iðkendur hafi klárað grunnnámskeið í hnefaleikum eða hafi sambærilegan grunn þar sem tæknin er flóknari og byggir á grunnatriðum.
Í þessum tímum er grunnatriðum blandað við flóknari tækniaðferðir þar sem iðkendur eru hvattir til að blanda að eigin frumkvæði saman hinum ýmsu tækniatriðum við þróun á eigin stíl. Tímarnir geta bæði nýst fólki sem einungis vill bæta hnefaleikatækni sína og fá þá hreyfingu sem úr íþróttinni fæst annars vegar eða nýtt sér sem stökkpall yfir í keppnishóp hins vegar. Það er síðan á valdi þjálfara að ákveða hvort færni sé nægileg til að viðkomandi geti æft með keppnishópi (Box CT) þar sem auknar kröfur eru gerðar og lögð er áhersla á að keppa. Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.
Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Box & Kickbox
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- tannhlífar
- vafningar
- boxhanskar (mælt með, annars eru lánshanskar í boði)
- íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
Þjálfarar: Beka Danelia og fleiri