Shortcuts
Börn 7-9 ára
Börn 7-9 ára eru tímar sem eru að mestu byggðir upp sem leikir þar sem börnin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig. Í þessum tímum læra þau öruggar yfirburðastöður til að stýra andstæðingnum og halda honum niðri án þess að meiða hann. Þá læra þau einnig grunnhreyfingar við högg og spörk án þess að nota þau á hvert annað. Þau læra skemmtilega og heilbrigða íþrótt sem eykur sjálfstraust, líkamsstyrk, liðleika, snerpu og líkamsvitund.
Námskeiðinu er skipt upp í annir (vor, sumar, vetur). Hverjum tíma er getuskipt þannig að byrjendur eru fyrstu vikurnar einungis að læra að beita sér rétt og styrkja sig án þess að fara í leiki sem fela í sér snertingu (e. full contact) nema þau treysti sér til. Þannig eru börnin vel undirbúin til þess að takast á þegar að því kemur. Þannig er hægt að mæta og taka þátt hvenær sem er yfir árið. Mjög ítarlegt beltakerfi er hjá börnunum þar sem þau fá strípur og ný belti með því að taka þátt, sýna góða heðgun og tæknilegar framfarir.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.
Tímasetningar má finna í stundatöflunni.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
- galli (Gi) og belti
Á Facebook er sérstök foreldragrúppa fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.
Framhald: Að þessu námskeiði loknu stendur til boða að fara í Börn 10-13 ára.
Þjálfarar: Kristján Helgi Hafliðason, Stefán Fannar, Logi Geirsson, Áslaug Thorlacius, Ketill Axelsson o.fl.