Brasilískt jiu-jitsu (BJJ) er bardagaíþrótt þar sem mesta áhersla er lögð á glímu í gólfinu. Markmiðið er að ná yfirburðarstöðu gagnvart andstæðingnum og fá hann til að gefast upp með lás, hengingu eða einhvers konar taki. Íþróttin var hönnuð til að gera veikbyggðari einstaklingum kleift að yfirbuga stærri og sterkari andstæðinga og byggist því að mestu leyti á vogarafli og tækni umfram styrk.
Til þess að sækja almennar æfingar í BJJ í Mjölni þarf fyrst að ljúka BJJ 101 sem er sex vikna grunnnámskeið.
Einkunnakerfi í brasilísku jiu-jitsu byggist á lituðum beltum sem standa fyrir mismunandi getustig í íþróttinni. Belti hjá fullorðnum eru eftirfarandi: Hvítt, blátt, fjólublátt, brúnt og svart. Eftir því sem iðkendur verða betri fá þeir strípur á beltið sitt og þegar 4 strípur eru komnar er oft stutt í næsta belti.
Mjölnir býður upp á fjölbreyttar BJJ æfingar í Gi (Galla) og Nogi (Án galla) fyrir öll getustig.
BJJ fyrir börn og unglinga - Tímar fyrir 5-17 ára - nánar hér.
BJJ 101 - Grunnnámskeið fyrir byrjendur.
NOGI 101 framhald - Tímar sem henta fullkomlega fyrir fólk sem hefur nýlega lokið BJJ 101 eða fyrir fólk sem er að koma til baka eftir pásu og vill fara vel yfir grunninn í BJJ.
BJJ 201 - Framhaldstímar opnir þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði eða hafa sambærilegan grunn.
NOGI 201 - Framhaldstímar opnir þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði eða hafa sambærilegan grunn.
BJJ CT - BJJ tímar sérstaklega ætlaðir þeim sem eru í keppnisliði Mjölnis og lokaðir öllum öðrum. Til þess að fá að mæta á æfingar með BJJ CT hóp þarf leyfi frá yfirþjálfurum í BJJ.
Engin námskeið fundust.