SKILMÁLAR

Skilmálar

Sem iðkandi og/eða viðskiptavinur Mjölnis MMA ehf. kt. 531015-0960, hér eftir Mjölnir, skil ég, samþykki og gengst undir eftirfarandi skilmála og iðkendareglur.

• Aðgangskort mitt er tengt kennitölunni minni. Aðgangur minn að aðstöðu og starfsemi félagsins með aðgangskortinu er aðeins ætlaður mér. Þess vegna samþykki ég að lána ekki öðrum aðgangskort eða annað kenni til nýta aðstöðu eða starfsemi félagsins. Aðgangur minn eða áskrift er ekki framseljanlegur til annars aðila.

• Ég fer í einu og öllu eftir tilmælum þjálfara og annarra starfsmanna Mjölnis sem varða öryggisatriði og almenna umgengni um húsnæði Mjölnis. Þetta á einnig við um reglur er varða opnunar- og lokunartíma.

• Mjölnir mælir með því að iðkendur ráðfæri sig við lækni um heilsu sína og líkamlegt ástand, ef viðkomandi sé í vafa um líkamlegt ástand, taki einhver lyf, sæti eða hefur verið í læknismeðferð, áður en viðkomandi byrjar að stunda æfingar og íþróttir í Mjölni.

• Ég tek fulla ábyrgð á sjálfum mér á æfingum, mótum og í starfi Mjölnis. Ég geri mér grein fyrir því að æfingar og íþróttir sem iðkaðar eru í Mjölni eru líkamlega erfiðar. Ég staðfesti að mér sé óhætt að stunda líkamsrækt og þær æfingar sem eru í Mjölni og æfi á eigin ábyrgð.

• Ég geri mér grein fyrir því og samþykki að þegar ég er í Mjölni tek ég meðal annars þátt í íþróttum og æfingum sem geta falið í sér glímutök, högg, spörk og önnur átök með fullri snertingu og mótspyrnu mótaðila (t.d. í jiu jitsu, uppgjafarglímu (submission-grappling), frjálsum bardaga (sparring), hnefaleikum (boxing), sparkboxi (kickbox), blönduðum bardagaíþróttum (MMA) o.s.frv. ). Þá tek ég einnig þátt í öðrum íþróttum og æfingum, bæði með notkun æfingatækja og áhalda í Mjölni og æfingum með eigin líkamsþyngd (e. body weight training). Ég geri mér grein fyrir að með þátttöku minni í m.a. framangreindum íþróttum, æfingum og sömuleiðis ef ég tek þátt í keppnum á vegum Mjölnis í þeim, þá get ég slasast eða orðið fyrir alvarlegum meiðslum og áverkum og geta leitt til tímabundinnar og/eða varanlegrar örorku, tjóns og/eða tekjumissis, bæði vegna eigin athafna en einnig vegna athafna annarra. Ég tek því þátt í þeim á eigin ábyrgð og áhættu.

• Ég geri mér grein fyrir því og samþykki þá áhættu sem felst í því að taka þátt í bardagaíþróttum sem kenndar eru og æfðar í Mjölni og tek þátt í þeim á eigin ábyrgð og áhættu.

• Ég samþykki að nota aldrei þá kunnáttu sem mér er kennd í Mjölni við aðrar aðstæður en á æfingum eða í skipulögðum opinberum keppnum í þeim íþróttum sem kenndar eru í Mjölni nema í ýtrustu neyð.

• Ég gerir mér grein fyrir að ég ber alfarið ábyrgð á eigin mætingu á áskriftartíma mínum í Mjölni.

Sem iðkandi í Mjölni geri ég mér grein fyrir því að brot á reglum Mjölnis getur varðað brottrekstri úr Mjölni. Reglur þessar gilda á meðan ég tek þátt í æfingum, íþróttum og keppnum á vegum Mjölnis, er við æfingar hjá einkaþjálfurum sem þjálfa í húsakynnum Mjölnis eða æfi sjálf/ur í húsakynnum Mjölnis.

Ég geri mér grein fyrir því að eftir að samningssambandi er komið á þá eru engar endurgreiðslur mögulegar. Ég geri mér einnig grein fyrir því að ég þarf að segja upp ótímabundinni meðlimaáskrift en það er aðeins hægt með mánaðarfyrirvara og eftir að upphaflegur binditími er liðinn.

Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá / afpanta á netinu heldur eingöngu í gegnum vefpóst Mjölnis, mjolnir@mjolnir.is

Greiða þarf grunnámskeið áður en námskeið hefst og eru grunnnámskeiðsgjöld ekki endurgreidd. Grunnámskeiðsgjald er færanlegt yfir á annað grunnnámskeið á vegum Mjölnis ef viðkomandi hefur ekki tök á að mæta á námskeiðið sem hann er skráður á, einnig er hægt að breyta því í gjafabréf.

Ekki er hægt að segja upp tímabundnum áskriftum né staðgreiðsluáskriftum á áskriftartímanum. Þær renna einfaldlega út þegar árskriftartímanum lýkur.

Með því að kaupa ótímabundna meðlimaáskrift þá bindur þú þig að lágmarki í sex mánuði, í Gryfjuáskrift er binditími 3 mánuðir. Uppsagnarfrestur ótímabundinna áskrifta er einn mánuður miðað við næstu mánaðarmót frá uppsagnardegi. Ekki er hægt að leggja inn kort, frysta eða gera hlé á greiðslum. Til að segja upp áskrift þarf að senda póst á mjolnir@mjolnir.is og uppsögn telst ekki gild fyrr en staðfesting frá Mjölni á móttöku þeirrar uppsagnar er fengin. Greiðsla fer að öllu jöfnu fram mánaðarlega af greiðslukorti sé ekki samið um annað greiðslufyrirkomulag. Gjald er innheimt óháð mætingu og Mjölnir ber enga ábyrgð á að halda utan um mætingar iðkenda. Mæting er alfarið ábyrgð iðkanda.

Mjölnir áskilur sér rétt til verðbreytinga.

Athugið það að ef ekki næst að skuldfæra greiðslukort þá mun Mjölnir loka aðganginum og senda greiðsluseðil eða aðra innheimtu fyrir uppsagnarfrestinum og þeirri áskrift sem ógreidd er.

Skápar eru í búningsklefum en iðkendur þurfa að koma með eigin hengilás til þess að læsa þeim og engin ábyrgð er borin á verðmætum iðkenda. Ef iðkandi skilur eftir lás á skáp eftir lokun verður klippt á hann og innihald skápsins gefið til hjálparsamtaka. Sama á við um óskilamuni.

Iðkandi samþykkir að nota aðgangsstýringarkerfi Mjölnis eins og það er á hverjum tíma.

Mjölnir er með öfluga viðveru á ýmsum samfélagsmiðlum til þess að segja frá starfsemi félagsins, tilhögun æfinga, námskeiða, félagslífi Mjölnis og stunda markaðsstarf. Mikilvægur hluti þess að kynna félagið er að við tökum myndir af iðkendum í og við æfingar, keppnir og við aðra viðburði tengda félaginu. Ég samþykki að leyfa Mjölni að taka af mér myndir og myndbönd, hvort sem ég er einn/ein eða í hópi og nota þær á samfélagsmiðlum og til að auglýsa félagið. Við leggjum okkur fram við að birta einungis myndir sem eru frambærilegar og þeim sem á þeim eru til sóma. Hafir þú athugasemdir við mynd eða myndband sem félagið notar og þú ert á og þú vilt ekki að sé birt, sendu okkur þá tölvupóst á mjolnir@mjolnir.is.

Iðkendur í Mjölni skuldbinda sig til að kynna sér iðkendareglur í Mjölni og fara eftir þeim. Iðkendareglurnar eru hér á vef Mjölnis - https://www.mjolnir.is/is/um-mjolni/reglur.

Kaupa kort

Komdu Í áskrift og fáðu eitt grunnnámskeið að eigin vali FRÍTT. Eftir það fá meðlimir 50% afslátt af grunnnámskeiðum.

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

© 2024 — Copyright

Kaupa kort

Komdu Í áskrift og fáðu eitt grunnnámskeið að eigin vali FRÍTT. Eftir það fá meðlimir 50% afslátt af grunnnámskeiðum.

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

© 2024 — Copyright

Facebook

Instagram

mjolnir@mjolnir.is

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 -22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.