Unbroken deildin heldur áfram á laugardaginn
16. febrúar 2023
Glímulistinn fyrir laugardaginn er opinber og má finnahér. 166 glímur eru á dagskrá á fjórum völlum og má sjá klukkan hvað glímurnar hefjast áSmoothcomp hér. Dagskráin breytist þó mjög hratt og hvetjum við keppendur til að fylgjast mjög vel með á Smoothcomp.
Líkt og síðast hefst vigtun kl. 9:30 og stendur til 10:30. Eftir það er ekki hægt að vigta sig inn og ef keppandi mætir ekki í vigtun telst hann ekki gjaldgengur á þann keppnisdag.
Við biðjum keppendur sem ekki geta mætt á laugardaginn sökum veikinda eða meiðsla að tilkynna forföll með því að senda póst á petur@mjolnir.is.
Stöðutöfluna íhverjum flokki má sjá héren hún verður uppfærð eftir helgi.