Tvö ný svört belti gráðuð í mjölni
27. maí 2019
Þeir Birkir Freyr og Jósep Valur fengu svarta beltið og eru þeir báðir vel að þessu komnir. Báðir hafa þeir æft brasilískt jiu-jitsu í um áratug og bætast þeir þar með í hóp svartbeltinganna okkar. Núna er Mjölnir með níu svört belti sem er ansi magnað miðað við stuttan líftíma íþróttarinnar hér á landi en 15 Íslendingar hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í íþróttinni.
Þeir Brynjólfur Ingvarsson, Luka Jelcic, Magnús Björn Ólafsson, Bjarki Ómarsson, Kristján Einarsson og Diego Björn Valencia fengu svo brúnt belti.
Eftir járnunina var svo skemmtilegt grill í góða veðrinu og frábær stemning hjá glímufólkinu.