Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur - uppselt var í apríl
4. maí 2018
Á námskeiðinu, sem er tvisvar í viku í fimm vikur, er hvort tveggja horft á líkamlega þáttinn og einnig andlega þáttinn. Allt frá því að greina hættuna og að vinna upp kjark til að takast á við hana yfir i að hafa vitund um hver úrræðin eru. Námskeiðið snýst um finna leiðir til að forðast ofbeldi en einnig í ýmsa tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. M.a. verður farið í varnir gegn höggum, hvernig á að losa grip, hvernig hægt er að sleppa undan ef einhver kemst ofan á og ýmis önnur tök og tækni til sjálfsvarnar.
Eins og fram kom er námskeiðið haldið í samvinnu viðBjarkarhlíðogLögregluna á höfuðborgarsvæðinuen fulltrúar frá þeim munum vera með fræðslu á námskeiðinu. Þá verður einn tími fyrir slökun, yoga og öndunaræfingar.
Hvenær: Mánudaga og miðvikudaga kl. 19:15. Hefst miðvikudaginn 23. maí (5 vikur)
Þjálfarar: Sunna Rannveig Davíðsdóttir og fleiri.
Skráning hér að neðan.