Siðareglur mjölnis
2. mars 2015
Þessar reglur eru unnar af Ingunni S. Unnsteinsdóttur Kristensen aðstoðarframkvæmdastjóra Mjölnis sem jafnframt er með BS- og MS-gráðu í sálfræði.
Eftir að reglurnar höfðu verið unnar var lítill starfshópur skipaður til að yfirfara þær og vinna enn frekar. Hópurinn samanstóð af framkvæmdastjóra Mjölnis, sem er einnig menntaður grunn- og framhaldskólakennari, lögreglukonu, blaðamanni og lögfræðinema, sálfræðinema á mastersstigi og þjálfara í Mjölni, sem og tölvunarfræðingi og stjórnarmanni Mjölnis. Hafdís Inga aðstoðaði einnig á öllum stigum vinnslu reglnanna. Allir þeir sem komu með athugasemdir hafa komið að starfsemi Mjölnis á einhvern hátt og mikið verið í íþróttum gegnum árin. Mjölnir þakkar þeim öllum kærlega fyrir aðstoðina.
Siðareglurnar hafa verið kynntar fyrir starfsmönnum Mjölnis og voru samþykktar af stjórn félagsins í desember 2014.