Mma seminar með marcin held 6. júní
1. júní 2023
Námskeiðið verður frá kl. 18-20 og fer Marcin í öll sín helstu brögð. Marcin barðist um titilinn í Bellator og er með 15 sigra eftir uppgjafartök á ferlinum. Hann hefur því ansi margt að kenna á löngum ferli. Marcin kemur hingað til lands til að keppa á Unbroken úrslitakvöldinu og ætlar að dvelja aðeins lengur til að æfa hér í Mjölni.
Þetta er námskeið sem þú mátt ekki missa af. Námskeiðið verður aðeins haldið í þetta eina sinn og eru takmörkuð pláss í boði.
Verð: 5.000 kr. fyrir meðlimi Mjölnis. 7.500 kr. fyrir aðra.Skráninghér á Sportabler.Einnig er hægt að skrá sig og greiða í afgreiðslu Mjölnis.