Mjölnir open 2022 - úrslit
10. apríl 2022
Mótið var vel sótt en 6 klúbbar sendu keppendur á mótið í ár. Anna Soffía Víkingsdóttir frá Atlantic AK varði titlana sína síðan í fyrra en hún sigraði +70 kg flokk kvenna og opinn flokk kvenna líkt og í fyrra. Anna Soffía vann allar 4 glímur sínar á uppgjafartaki og hefur nú unnið Mjölnir Open oftar en nokkur önnur íþróttakona. Mjölnir vann til lang flestra verðlauna á mótinu eða 18 alls, þar af 8 gullverðlaun af 10 mögulegum.
Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni vann +99 kg flokk karla þrátt fyrir að vigta sig inn aðeins 94 kg. Hann tók síðan opinn flokk karla eftir sigur á félaga sínum úr Mjölni, Halldóri Loga Valssyni. Af 6 glímum Kristjáns kláraði hann 5 af þeim með uppgjafartaki en tókst ekki að klára Mikael Leó Aclipen úr Mjölni í opna flokkinum. Kristján fór í gegnum allar glímurnar án þess að fá eitt stig skorað á sig.
Anna Soffía Víkingsdóttir úr Atlantic AK vann allar 4 glímur sínar á uppgjafartaki og það á samanlagt þremur mínútum og 18 sekúndum! Anna Soffía var jafnframt að vinna opinn flokk kvenna í fjórða sinn en engin kona hefur unnið opna flokkinn jafn oft.
Valentin Fels úr Mjölni vann -77 kg flokk karla sem var fjölmennasti flokkur mótsins. Valentin vann allar fjórar glímurnar sínar á uppgjafartaki og er þetta í þriðja sinn í röð sem hann tekur gull á Mjölnir Open. Þess má geta að Mikael Aclipen náði bronsi í flokknum þrátt fyrir að vera léttastur í flokknum.
Ómar Yamak úr Mjölni vann -88 kg flokk karla (sá næst fjölmennasti á mótinu) og vann líka allar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Það tók Ómar rúmar 6 mínútur samanlagt að vinna glímurnar fjórar og fékk hann ekkert stig skorað á sig. Þetta var í fjórða sinn sem Ómar vinnur gull á Mjölnir Open en í fyrsta sinn sem hann vinnur -88 kg flokkinn.
Halldór Logi Valsson úr Mjölni vann -99 kg flokk karla og vann báðar glímurnar sínar í flokknum á uppgjafartaki. Hann fór síðan alla leið í úrslit í opnum flokki en tapaði fyrir Kristjáni.
Viktor Gunnarsson úr Mjölni vann -66 kg flokk karla eftir þrjá sigra. Þetta er í fyrsta sinn sem Viktor nær gulli á Mjölnir Open en hafði áður unnið til gullverðlauna á Mjölnir Open ungmenna.
Ingibjörg Birna Ársælsdóttir úr Mjölni vann -70 kg flokk kvenna sem var fjölmennasti kvennaflokkur mótsins. Inga Birna tók síðan silfur í opnum flokki og átti góðan dag en þetta er þriðja gullið hjá Ingu Birnu á Mjölnir Open.
Lili Racz úr Mjölni vann -60 kg flokk kvenna og vann báðar glímurnar sínar á uppgjafartaki. Lili hefur verið dugleg að keppa erlendis á undanförnum mánuðum og var þetta góður undirbúningur fyrir hennar næstu keppni á Grapplefest í maí.
Skemmtilegt mót að baki þar sem margar frábærar glímur voru á dagskrá.Myndir frá mótinu eru á Facebooksíðu Mjölnisog hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins:
KARLAR / +99 KG
1. sæti: KRISTJÁN HELGI HAFLIÐASON - Mjölnir
2. sæti: EGGERT DJAFFER SI SAID - Mjölnir
3. sæti: ÞORGRÍMUR ÞÓRISSON - Rvk MMA
KARLAR / -99 KG
1. sæti: HALLDÓR LOGI VALSSON - Mjölnir
2. sæti: EGILL BLÖNDAL - Mjölnir
3. sæti: HRÓI TRAUSTI HAVSTEEN ÁRNASON - Momentum BJJ
KARLAR / -88 KG
1. sæti: ÓMAR YAMAK - Mjölnir
2. sæti: MAGNÚS INGVARSSON - Rvk MMA
3. sæti: SIGURGEIR HEIÐARSSON - Mjölnir
KARLAR / -77 KG
1. sæti: VALENTIN FELS CAMILLERI - Mjölnir
2. sæti: BJARKI ÞÓR PÁLSSON - Rvk MMA
3. sæti: MIKAEL ACLIPEN - Mjölnir
KARLAR / -66 KG
1. sæti: VIKTOR GUNNARSSON - Mjölnir
2. sæti: MIGUEL NUNES - Rvk MMA
3. sæti: HAUKUR BIRGIR JÓNSSON - Mjölnir
KONUR / +70 KG
1. sæti: ANNA SOFFÍA VÍKINGSDÓTTIR - Atlantic AK
2. sæti: HARPA RAGÚELS - Atlantic AK
3. sæti: DAGNÝ GYLFADÓTTIR - Atlantic AK
KONUR / -70 KG
1. sæti: INGIBJÖRG BIRNA ÁRSÆLSDÓTTIR - Mjölnir
2. sæti: LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR - Rvk MMA
3. sæti: GUÐRÍÐUR DRÖFN KRISTINSDÓTTIR - Rvk MMA
KONUR / -60 KG
1. sæti: LILI RACZ - Mjölnir
2. sæti: ÁSLAUG PÁLMADÓTTIR - Mjölnir
3. sæti: KRISTÍNA MARSIBIL SIGURÐARDÓTTIR GEIRÞRÚÐARDÓTTIR - Atlantic AK
KARLAR, OPINN FLOKKUR
1. sæti: KRISTJÁN HELGI HAFLIÐASON - Mjölnir
2. sæti: HALLDÓR LOGI VALSSON - Mjölnir
3. sæti: EGILL BLÖNDAL - Mjölnir
KONUR, OPINN FLOKKUR
1. sæti: ANNA SOFFÍA VÍKINGSDÓTTIR - Atlantic AK
2. sæti: INGIBJÖRG BIRNA ÁRSÆLSDÓTTIR - Mjölnir
3. sæti: ÁSLAUG PÁLMADÓTTIR - Mjölnir