Mjölnir open 16 á laugardaginn
7. apríl 2022
Mjölnir Open er elsta BJJ-mót landsins enda hefur það verið haldið árlega frá árinu 2006, að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir mótahald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í íslensku BJJ senunni. Keppt er án galla (nogi) og er hægt að vinna með uppgjafartaki eða á stigum.
Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.
Opinn flokkur karla+99 kg karla-99 kg karla-88 kg karla-77 kg karla-66 kg karla
Opinn flokkur kvenna+70 kg kvenna- 70 kg kvenna- 60 kg kvenna
Skráningu lýkur fimmtudaginn 7. apríl kl. 23:00 og má reikna með fjölmennu móti. Á síðasta Mjölnir Open voru 92 keppendur skráðir til leiks og var það stærsta Mjölnir Open frá upphafi.
Mótið hefst kl. 11:00 og kostar 500 kr. inn.