Mjölnir með þrjá evrópumeistaratitla í portúgal
12. mars 2015
Sigrún Helga Lundvann tvenna Evróputitla, í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki, en þess má geta að Sigrún Helga er formaður BJJ Sambands Íslands.
Sunna Rannveig Davíðsdóttirvarð Evrópumeistari í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki. Þess má geta að Sunna sigraði m.a. bresku judo landsliðskonuna Sophie Cox í fyrstu glímu en Sophie er svartbelti (3. dan) í judo, sexfaldur breskur meistari í judo, bronsverðlaunahafi frá HM í judo 2010, silfurverðlaunahafi frá Evrópumeistaramótinu í judo 2011 og keppti á Ólympíuleikunum 2004 og 2012 fyrir hönd Bretlands.
Axel Kristinssonúr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltina undir 64 kg ogÞráinn Kolbeinssonúr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltinga undir 94 kg ásamt því aðÁrni Snær Fjalarssonvann til bronsverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg, 16 ára og yngri.
Aðrir keppendur stóðu sig einnig frábærlega. Nánari upplýsingar um verðlaun Íslendinga á mótinu má finna ávef BJJ Sambands Íslands. Við óskum íslensku keppendunum öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.