Mjölnir með flest gull á grettismótinu
21. nóvember 2022
Sigurvegarar dagsins voru þau Kristján Helgi og Inga Birna en bæði tóku þau tvöfalt gull, unnu allar glímurnar sínar á uppgjafartaki og það án þess að fá eitt stig skorað á sig! Kristján sigraði -101 kg flokk karla og opinn flokk karla og Inga Birna vann -64 kg flokk kvenna og opinn flokk kvenna. Kristján fékk auk þess verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins fyrir glæsilegan armlás. Okkar fólk stóð sig með glæsibrag á mótinu og vann Mjölnir 8 af 9 flokkum mótsins. Frábær frammistaða hjá okkar fólki!
Úrslit flokka má sjá hér að neðan:
-68 kg flokkur karla
1. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)2. sæti: Miguel Nunes (RVK MMA)3. sæti: Hlynur Smári Magnússon (Mjölnir)
-79 kg flokkur karla
1. sæti: Mikael Leó Aclipen (Mjölnir)2. sæti: Jóhann Páll Jónsson (Mjölnir)3. sæti: Sindri Dagur Sigurðsson (Mjölnir)
-90 kg flokkur karla
1. sæti: Stefán Fannar Hallgrímsson (Mjölnir)2. sæti: Brynjólfur Ingvarsson (Mjölnir)3. sæti: Helgi Ólafsson (Mjölnir)
-101 kg flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)2. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)3. sæti: Egill Blöndal (Mjölnir)
+101 kg flokkur karla
1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)2. sæti: Diego Valencia (Mjölnir)
-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)2. sæti: Áslaug Pálmadóttir (Mjölnir)3. sæti: Þórhanna Inga Ómarsdóttir (VBC)
+64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)2. sæti: Kolfinna Þöll Þórðardóttir (Mjölnir)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)3. sæti: Mikael Leó Aclipen (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Ingibjörg Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)2. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)3. sæti: Áslaug Pálmadóttir (Mjölnir)