Kickbox 101 hefst 7. apríl
24. mars 2015
Námskeiðið verður á þriðjudögum og fimmtudögum og er í 6 vikur. Innifalið er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl sem er alla virka daga, Mjölnisyoga og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.
Skráning er í gegnum heimasíðuna undirKickbox 101.
Nánari upplýsingar fást á netfanginumjolnir@mjolnir.iseða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum á að viðkomandi á ekki staðfest pláss á námskeiðinu fyrr en hann hefur greitt. Hægt er að greiða í gegnum heimasíðuna, í afgreiðslu Mjölnis eða með því að leggja inn á reikning félagsins.