Hertar innlandsreglur vegna aukinna covid smita
9. nóvember 2021
Helstu breytingar grímunotkun í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að halda 1 metra nándarreglu og almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu og allt að 1500 manns mega koma saman ef notast er við svokallað hraðpróf. Líkt og áður eru íþróttaæfinga og keppnir með og án snertingar leyfðar. Við hvetjum iðkendur okkar til að kynna sér reglugerðina sem er hér að neðan sem ogreglur Mjölnis um sóttvarnirlíkt og áður segir. Meðan að ástandið er svona hvetjum við til að farið sé eftir þeirri reglu á æfingum að skipt sé í pör eða litla hópa og einungis æft innan hvers hóps til að lágmarka nálægð og samgang. Jafnframt eiga allir að hafa sinn æfingabúnað (galli, boxhanskar eða annar hefðbundinn íþróttafatnaður) og drykkjarbrúsa og að óheimilt er að deila búnaði með öðrum. Þá minnum við alla á að sótthreinsa allan æfingabúnað bæði fyrir og eftir notkun. Einnig hvetjum við þá iðkendur sem geta að fara í sturtu heima hjá sér til að lágmarka umferð um búningsklefana eins og hægt er meðan verið er að ná niður tíðni smita í samfélaginu. Líkt og áður förum við saman í gegnum þetta og erum þakklát fyrir að fá að halda nokkurn veginn óskertri starfsemi.
UPPFÆRT 12. NÓVEMBER:NÝ REGLUGERÐ TEKUR GILDI 13. NÓVEMBER,SJÁ NÝJA FRÉTTÁ VEF MJÖLNIS UM NÝJAR AÐGREÐIR HEILBRIGÐISYFIRVALDA.