Heljarþraut 3 á laugardaginn
6. júlí 2020
Mótið er eitt af tveimur þrekmótum Mjölnis á árinu. Víkingaleikarnir (einstaklingskeppni) fara fram á haustin og Heljarþrautin (parakeppni) fer fram að sumri til.
Í fyrra voru það þau Sara Þöll og Eiríkur Búi sem sigruðu Heljarþrautina en þar áður voru það þau Sólveig María og Kristján Guðmundsson.
Skráning liða á mótið fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir.felog.is en skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 9. júlí kl. 23:00. Skráningargjald er 6.000 kr. á lið.
Keppni hefst kl. 10:00 og stendur mótið fram eftir degi en aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.
Vegna mótsins falla allir tímar í Hel (Víkingaþrekssalnum) niður þennan laugardag.