Einn sigur á boxmóti í kópavogi
17. mars 2020
11 Bretar frá Romford BC og Finchley BC mættu keppendum frá HFK og HR á mótinu. Niðurstaðan á mótinu var einn sigur í fjórum bardögum fyrir HR-menn.
Tyler Hurley (Romford BC) sigraði Halldór Viðar (HR) með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.Hilmir Örn Ólafsson (HR) sigraði Jack Clements (Romford BC) eftir klofna dómaraákvörðun.Jakub Warzycha (HFK) sigraði Elmar Gauta (HR) eftir klofna dómaraákvörðun.Daniel Hans Erlendsson (HFH) sigraði Alexander Puchkov (HR) eftir klofna dómaraákvörðun.
Flott boxmót á laugardaginn en okkar strákar settu allt í þetta og koma reynslunni ríkari frá bardögunum.