Brynjar örn og aron daði með verðlaun á swedish open
20. nóvember 2019
Mótið fór fram í Stokkhólmi á laugardag og sunnudag. Keppt var í mörgum mismunandi þyngdar-, belta- og aldursflokkum.
Brynjar Örn Ellertsson tók silfur í +100,5 kg flokki brúnbeltinga (30-35 ára). Brynjar vann síðan opinn flokk brúnbeltinga í sínum aldursflokki eftir þrjár glímur. Flottur árangur hjá Brynjari en hann er í keppnisliði Mjölnis í glímunni og er einn af virkustu keppendum félagsins.
Mjölnismaðurinn Aron Daði Bjarnason er búsettur í Svíþjóð en hann keppti í -82,3 kg flokki svartbeltinga. Aron komst ekki á pall í sínum flokki en náði þriðja sæti í opnum flokki svartbeltinga. Aron kláraði bronsglímuna á uppgjafartaki, frábær árangur hjá honum.
Þeir Brynjólfur Ingvarsson, Sindri Gíslason og Helgi Ólafsson kepptu einnig á mótinu en komust ekki á pall.