Bensi er kominn heim!
17. ágúst 2023
Bensi byrjaði fyrst í Mjölni aðeins 14 ára gamall ásamt tvíburabróðir sínum, Halldóri. Þeir sóttu fyrst MMA unglinganámskeið en færðu sig yfir í Víkingaþrekið og fundu sína fjöl þar. Tvíburarnir voru tvívegis hluti af sigurliðinu í þrekmótaröðinni sem Mjölnir Kidz og tóku silfur í paramóti Mjölnis, Heljarþrautinni, nú í sumar. Auk þess á Bensi sjálfur tvenn silfur frá Víkingaleikunum.
Bensi hefur þjálfað Crossfit og þrektíma í 6 ár og kemur hingað frá World Class þar sem hann sá um að prógramma og þjálfa WorldFit tímana. Hann mun sjá um áframhaldandi uppbyggingu á Crossfittinu og Víkingaþrekinu hér með alla sína reynslu úr þjálfun og halda utan um þrekmótin okkar🏆
Bensi á 7 mánaða gamla dóttur og er með BS í viðskiptafræði. Þá er hann einn af stjórnendum hlaðvarpsins Sterakastið.Þrekáhugi Bensa hófst hér og má því með sanni segja að hann sé kominn heim.
Við bjóðum Bensa velkominn í Mjölni og hefur hann þjálfun hér strax í næstu viku👏