MJÖLNIR OPEN ER 20. APRÍL

MJÖLNIR OPEN ER 20. APRÍL
Mjölnir Open 2024

Stærsta uppgjafarglímumót (nogi) Íslands, Mjölnir Open, verður haldið laugardaginn 20. apríl kl. 11:00 í Mjölni í Öskjuhlíðinni en þetta er átjánda árið sem mótið er haldið.

Vigtun verður í Mjölnishöllinni föstudaginn 19. apríl milli kl. 17:00 - 18:00 en einnig er hægt að vigta sig á keppnisdegi frá kl. 9:30 til 10:30.

Skráningargjald er 4.000 kr. og fæst ekki endurgreitt ef viðkomandi hættir við þátttöku. Skráningu lýkur miðvikudaginn 17. apríl kl. 23:00. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.

Skráning á mótið fer einungis fram í gegnum Smoothcomp en greiðsla mótgjalds fer fram í Sportabler eða í afgreiðslu Mjölnis og þarf að greiða áður en keppni hefst.

Athugið, allir keppendur þurfa að skrá sig í gegnum Smoothcomp en skráning telst ekki endanleg fyrr en búið er að greiða mótsgjald.

Dagskrá

  • Húsið opnar kl. 9:00
  • Vigtun lýkur kl. 10:30
  • Reglufundur kl. 10:45 (skyldumæting liðsstjóra).
  • Mótið hefst kl. 11:00

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum karla:

Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum kvenna:

Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
- 70 kg kvenna
- 65 kg kvenna
- 60 kg kvenna

Keppnisreglur á Mjölnis Open eru hér.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði