Metþátttaka á Íslandsmeistaramótinu í BJJ – úrslit

Comments Off

Verðlaunahafar í opnum flokki karla

Metþátttaka var á Íslandsmeistaramótinu í BJJ (Brasilísku Jiu-Jitsu) í gær en alls voru 112 keppendur skráðir til leiks, þar af 22 konur sem er sérlega ánægjulegt. Keppt var í 8 þyngdarflokkum karla og 3 þyngdarflokkum kvenna auk opnum flokki beggja kynja og voru 16 keppendur í hvorum flokki en færri komust að en vildu. Til viðmiðunar við aðrar glímuíþróttir hér á landi má benda á að keppendur voru 50 talsins á Íslandsmeistaramótinu í Judo (þar af 8 konur) og 13 alls á Íslandsmeistaramótinu í íslenskri glímu. Keppendur í BJJ í gær voru því um tvöfalt fleiri en á báðum þessum mótum til samans.

Í stuttu máli þá stóðu keppendur frá Mjölni sig frábærlega og unnu 8 Íslandsmeistaratitla, m.a. opinn flokk karla, auk þess að vinna til 8 silfurverðlauna og 9 bronsverðlauna.

Íslandsmeistarar úr Mjölni eru þau Axel Kristinsson (-64), Ómar Yamak (-70), Pétur Jónasson (-76), Þráinn Kolbeinsson (-94,3), Eggjert Djaffer (+100,5), Sunna Rannveig Davíðsdóttir (-64) og Sighvatur Magnús Helgason sem sigraði bæði bæði -88,3 kg flokkinn og opinn flokk karla.
Öll verðlaunasætin má finna inná vef BJÍ (BJJ Sambands Íslands). Á myndunum má sjá verðlaunahafa í opnum flokkum karla og kvenna.

Verðlaunahafar í opnum flokki kvenna

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir November 24th 2014

Mjölnir 101, Víkingaþrek 101 og Box 101 hefjast öll í des.

Comments Off

Mjolnir101-GASkráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast í desember.

Þrjú skemmtileg námskeið hefjast í byrjun desember en þetta eru allt námskeið sem henta öllum byrjendum. Frábær leið til þess að fá góða hreyfingu, læra skemmtilega íþrótt og kynnast Mjölnisandanum sem er engum líkur.

Mjölnir 101 er eitt námskeiðanna sem hefst í des en það byrjar þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.  Mjölnir 101 er grunnnámskeið í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) sem er undirstaða þjálfunar og færni í blönduðum bardagalistum (MMA) og sjálfsvörn.

Einnig hefjast:

 • Box 101 hefst mánudaginn 1. desember  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
 • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir November 19th 2014

Kickbox 101 hefst á morgun – Síðasti sjens að skrá sig

Comments Off

Kickbox 101

Kickbox 101 hefst á morgun, þriðjudag 18. nóvember. Þetta er 6 vikna grunnnámskeið + ein vika í Mjölni eftir að námskeiðinu lýkur. Örfá sæti laus þannig að nú er síðasti sjens að skrá sig!

Í desember hefjast síðan 3 grunnnámskeið og er skráning hafin á þau öll.

 • Box 101 hefst mánudaginn 1. desember  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
 • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.
 • Mjölnir 101 hefst þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir November 17th 2014

Mjölnismenn með tylft verðlauna í Svíþjóð – fern gull

Comments Off

Mjölnismenn á Swedish Open 2014Seinni degi Opna sænska meistaramótsins í BJJ er nú lokið og hlaut okkar fólk tvö gull, eitt silfur og þrjú brons í dag.

Marinó Kristjánsson vann gull og Sigurður Örn Alfonsson brons í -79 kg flokki drengja 16-17 ára. Þá vann Kristján Helgi Hafliðason silfur í -74 kg flokki drengja í sama aldurshópi. Dóra Haraldsdóttir vann brons í opnum flokki kvenna með blátt belti og loks unnu þeir Sindri Már Guðbjörnsson gull og Nils Alexander Nowenstein brons í opnum flokki hvítbeltinga.

Þetta bætist við frábæran dag í gær þar keppendur úr Mjölni unnu til tvennra gull og fernra silfurverðlauna. Alls er því afraksturinn helgarinnar 4 gull, 5 silfur og 3 brons á stærsta móti Norðurlanda í BJJ. Frábær árangur og við óskum öllum keppendunum til hamingju með frammistöðuna.

Allar nánari upplýsingar um mótið og heildarúrslit má finna af vef Swedish Open BJJ.

Fréttir November 16th 2014

Tvenn gull og fern silfurverðlaun á fyrri degi í Svíþjóð

Comments Off

Mjölnismenn á Swedish Open 2014

Keppendur úr Mjölni unnu tvenn gull og fern silfurverðlaun á fyrri degi Swedish Open í dag. Axel Kristinsson vann m.a. gull í -70 kg flokki brúnbeltinga. Á morgun fer fram keppni í unglingaflokki og í opnum flokki. Verðlaun keppenda Mjölnis í dag urðu sem hér segir:

 • Axel Kristinsson gull -70,0 kg flokkur brúnt belti
 • Ómar Yamak silfur -70 kg flokki fjólublátt belti
 • Bjarki Þór Pálsson silfur -82,3 kg flokki fjólublátt belti
 • Dóra Haraldsdóttir silfur -69,0 kg flokkur fjólublátt belti
 • Brynjar Ellertsson silfur +100,5 kg flokki blátt belti
 • Sindri Már Guðbjörnsson gull -100,5 kg flokki hvítt belti

Öll verðlaun dagsins á Swedish Open.

Fréttir November 15th 2014

Rúmlega tuttugu keppendur úr Mjölni á Swedish Open

Comments Off

Swedish Open 2014

Rúmlega tuttugu keppendur úr Mjölni munu keppa á opna sænska meistaramótinu (Swedish Open) í BJJ sem haldið verður í Stenungsund í Svíþjóð um næstu helgi. Nánari upplýsingar um þetta eru á vef MMA Frétta.

Fréttir November 13th 2014

Íslandsmeistaramótið í BJJ

Comments Off

Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu-Jitsu verður haldið sunnudaginn 23. nóvember nk. í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár. Mjölnismenn skrái sig í afgreiðslu Mjölnis fyrir fimmtudaginn 20. nóvember.

Íslandsmeistaramótið 2014

Fréttir November 12th 2014

Kikcbox 101 hefst 18. nóvember, fleiri grunnnámskeið í desember!

Comments Off

Skráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast í Mjölni á næstu vikum.

Kickbox 101 hefst þann 18. nóvember. Þetta er 6 vikna grunnnámskeið + ein vika í Mjölni eftir að námskeiðinu lýkur.

Í desember hefjast síðan 3 grunnnámskeið og er skráning hafin á þau öll.

 • Box 101 hefst mánudaginn 1. desember  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
 • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.
 • Mjölnir 101 hefst þriðjudaginn 2. desember og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir November 11th 2014

Netið og síminn liggur niðri í Mjölni

Comments Off

Netið og síminn liggur enn niðri í Mjölni en Míla og Síminn eru að vinna að því að koma þessu í lag og vonandi verður þetta komið í lag seinna í dag. Við í Mjölni höfum því ekki getað svarað pósti eða svarað í síma og biðjumst við velvirðingar á því en þetta stafar af bilun hjá Mílu eða Símanum.

Fréttir November 10th 2014

Úrslit á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ

Comments Off

Kristjan Helgi Hafliðason

Íslandsmeistaramót ungmenna í BJJ fór fram í dag í húsnæði Sleipnis í Reykjanesbæ í gær en keppendur komu frá fimm félögum. Margar glæsilegar glímur sáust á mótinu og ljóst að framtíðin er björt í íþróttinni hér á landi. Keppendur úr Mjölnis stóðu sig frábærlega og komu heim með um 30 verðlaun, þar af 11 gull. Þar fór fremstur í flokki Kristján Helgi Hafliðason (sjá mynd hér að ofan) sem vann til tveggja gullverðlauna, í sínum þyngdarflokki (-75kg) og í opnum flokki drengja en Mjölnismenn unnu reyndar öll verðlaunin í þeim flokki.

Íslandsmeistaramót ungmenna í BJJ 2014

Heildarúrslit má finna á vef BJÍ (BJJ Sambands Íslands) en þess ber þó að geta að úrslit vantar úr flokki 8-10 ára barna en þar var einungis hægt að sigra eftir stigum og engin uppgjafartök leyfð enda alir keppendur  sigurvegarar og fengu  verðlaunapening að launum.

bjj-isl-mot-ungmenna

Heildarstig þriggja efstu liða:

1. sæti: Mjölnir (88 stig)
2. sæti: Fenrir (59 stig)
3. sæti: Sleipnir (46 stig)

Fréttir November 9th 2014