Lokað yfir Verslunarmannahelgina 2014

Comments Off

utilega

Að venju gefum við í Mjölni starfsfólki okkar frí yfir Verslunarmannahelgina og því verður lokað hjá okkur þá helgi frá föstudegi til mánudags (1.-4. ágúst) að báðum dögum meðtöldum. Njótið helgarinnar í samvistum hvort við annað en munið þó að ganga hægt um gleðinnar dyr. Opið verður frá þriðjudeginum 5. ágúst samkvæmt stundaskrá.

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir July 26th 2014

Tvö byrjendanámskeið hefjast í ágúst

Comments Off

Muay Thai 101

Tvö byrjendanámskeið hefjast þriðjudaginn 12. ágúst:

  • Muay Thai 101 (8 vikur): Hefst þriðjudaginn 12. ágúst. Námskeiðið er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00. Verð er kr. 25.900
  • Víkingaþrek 101 (4 vikur): Hefst þriðjudaginn 12. ágúst. Námskeiðið er þriðjudaga og fimmtudaga kl.19:00. Verð er kr. 17.900.

Muay Thai 101 verður stýrt af Matthew Semper en Matthew er ný viðbót við þjálfarhóp Mjölnis. Matthew er PK-1 Super Heavyweight meistari og AMCO Cruiserweitht meistari og er með 33 sigrar í pro Muay Thai en 29 af þeim sigrum hafa endað með rotthöggi. Ætti því enginn að láta þetta námskeið framhjá sér fara.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir July 25th 2014

Gunnar Nelson sigraði Zak Cummings á mögnuðu kvöldi í Dublin

Comments Off

Sigurteymið í Dublin

Okkar maður Gunnar Nelson sigraði Zak Cummings með hengingartaki í annarri lotu í öðrum aðalbardaga kvöldsins á UFC í Dublin á laugardaginn. Gunnar er því enn ósigraður á MMA ferli sínum eftir 14 bardaga og er kominn með 4 sigra innan UFC sambandsins. Kvöldið var eitthvað að magnaðasta í sögu UFC þar sem áhorfendur voru að sögn Dana White forseta UFC þeir háværustu sem hann hefur upplifað. Kvöldið var einnig gríðarlegur sigur fyrir John Kavanagh þjálfara því allir 4 keppendur hans, Gunnar Nelson, Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan sigruðu sína bardaga og það sem meira er kláruðu allir ýmist með uppgjafartaki eða TKO. Þetta var einnig mikill sigur fyrir Mjölni því allir fyrrnefndir dvöldu á Íslandi mánuð fyrir bardagana til að undirbúa sig og sögðu eftir á að það hefði spilað stóra þátt í sigrum þeirra. MMA Fréttir hafa rakið atburðarás kvöldsins rækilega.

Fréttir July 22nd 2014

On the Fly – UFC þáttur um Gunnar Nelson

Comments Off

UFC fylgdist er með undirbúningi Gunnars Nelson fyrir bardaga hans gegn Zak Cummings í Dublin á Írlandi í nýjasta þætti UFC On the Fly. Í fyrsta þættinum (sjá í lok þáttarins) var fylgst með Conor McGregor.

Fréttir July 17th 2014

Mjölnir áberandi í upphitunarþáttum UFC fyrir Dublin

Comments Off

UFC birti í dag frábæra upphitunarþætti fyrir UFC um Dublin sem verður eftir viku eða laugardaginn 19. júlí. Í þáttunum er fjallað um þá keppendur sem eru í tveimur aðalbardögum kvöldsins, Gunnar Nelson vs. Zak Cummings og Conor McGregor vs Diego Brandao. Ísland og Mjölnir eru auðvitað í stórum hlutverkum í myndböndunum enda fór aðalundirbúningur Gunnars og Conor’s fram í Mjölni. Þættina má sjá hér að neðan. Þess má geta að í næstu viku kemur út þáttur eða þættir þar sem m.a. Gunnari Nelson verður fylgt eftir í Dublin þar sem hann dvelst nú við æfingar.

 

Fréttir July 12th 2014

MMA námskeið hjá UFC stjörnunni Conor McGregor!

Comments Off

Conor McGregor námskeið

UFC stjarnan Conor McGregor mun halda MMA-námskeið í Mjölni í næstu viku! Opið öllum.

Athugið að vegna námskeiðsins færist BJJ 201 og Mjölnir 101 í Sal 3 þetta kvöld. Jafnframt fellur tími í Kickboxi kl. 19 niður.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir June 19th 2014

Námskeið sem hefjast í júlí

Comments Off

Mjölnir 101

Skráning er farin á fullt á þau tvö grunnnámskeið sem hefjast í Mjölni í júlí 2014. Þau námskeið eru eftirfarandi:

  • Mjölnir 101 (8 vikur): Hefst mánudaginn 7. júlí. Námskeiðið er mánudaga og miðvikudaga kl. 20:00. Verð er kr. 25.900
  • Víkingaþrek 101 (4 vikur): Hefst þriðjudaginn 8. júlí. Námskeiðið er þriðjudaga og fimmtudaga kl.19:00. Verð er kr. 17.900.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir June 17th 2014

Lokað á morgun – 17. júní

Comments Off

17. júníVið minnum á að á morgun, þriðjudaginn 17. júní, er þjóðhátíðardagur Íslendinga og þá verður lokað í Mjölni.

Fréttir June 16th 2014

Tímar í Sal 1 falla niður um helgina

Comments Off

Við minnum á að allir tímar í Sal 1 falla niður á laugardag og sunnudag, 14. og 15. júní, vegna ISR námskeiðisins. Tímar sem um er að ræða eru BJJ Gi og BJJ CT á laugardag og Open Mat á sunnudag.

Fréttir June 13th 2014

ISR Matrix – Námskeið í handtöku- og yfirbugunarkerfi

Comments Off

ISRSjálfur Luis Gutierrez kemur til Íslands í júní um mun halda 10 klukkutíma ISR-Matrix námskeið í Mjölni. Luis er setti kerfið saman fyrir mörgum árum og í dag nota lögreglumenn, sérsveitarmenn og hermenn það víðsvegar um heiminn.

Þjálfarar Mjölnis eru mjög hrifnir af yfirbugunarkerfinu og finnst það vera það öflugasta sem þeir hafa kynnst. Sérstaklega fyrir þær stéttir sem þurfa að beita valdi við ákveðnar aðstæður. Hugmyndin með þessu námskeiði er að kynna lögreglumönnum á Íslandi handtökukerfið og gera þær stéttir sem starfa við alvöru hættu á hverjum degi öflugri og öruggari.

Tveir af stofnfélögum Mjölnis þeir Jón Viðar Arnþórsson og Daníel Örn Davíðsson sóttu 40 klukkustunda ISR námskeið hjá Luis árið 2006 í Florida í Bandaríkjunum.

Námskeiðið verður helgina 14. og 15. júní frá kl. 12:00-17:00 báða dagana.

Verð 19.900 kr.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis.

Viðburðurinn á Facebook.

Fréttir June 9th 2014