Styrktu Mjölni með hverjum lítra

Comments Off

Bensínlykill

 

Fáðu sérmerktan Mjölnis-Orku lykil og styrktu Mjölni með hverjum lítra.

Nú geta meðlimir í Mjölni styrkt klúbbinn sinn með hverjum lítra af eldsneyti sem þeir kaupa. Lykillinn virkar bæði hjá Orkunni og Shell (Skeljungi).

Lykillinn gefur betri kjör en almennt gerist og um leið styrkir þú félagið þitt og leggur þín lóð að vogarskálarnar til að byggja Mjölni upp enn frekar.

Hvaða kjör færð þú?

 • 10 kr. afslátt í fyrstu 5 dælingarnar
 •  6 kr. hjá Shel
 •  6 kr. hjá Orkunn
 • 2 kr. viðbótarafsláttur á Þinni stöð (http://www.orkan.is/Thin-stod)
 • 15 kr. á afmælisdaginn
 • 0-15% afsláttur af bílatengdum vörum og hjá samstarfsaðilum Skeljungs

  Hvað fær Mjölnir?

 • 2.500 kr. fyrir hvern Orkulykil í hópnum sem náð hefur 300 lítra veltu (sem eru u.þ.b. 5 áfyllingar og allar á 10 kr. afslætti).
 • 1 kr. fyrir hvern lítra sem keyptur er með Orkulyklinum.

Ef þú átt Orkulykil/kort eða Skeljungskort nú þegar en vilt uppfæra hann í þessi kjör og byrja að Styrkja Mjölni þá sendir þú tölvupóst á vg@skeljungur.is (Vigdís) og lætur kennitölu fylgja með.

Ef þú átt ekkert kort/lykil býðst þér að sækja um hér:  http://www.orkan.is/default.aspx?pageid=1848471c-e107-11e3-b6de-0050569925ec&groupid=1908747699

Heppinn Mjölnismeðlimur sem sækir um lykilinn fyrir 10. feb. verður dregin út og fær 15.000kr inneign af eldsneyti.

Þú þarft hvort sem er að taka bensín, hvers vegna ekki að styrkja félagið þitt í leiðinni!

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir January 27th 2015

Mjölnir með þrjá Evrópumeistaratitla í Portúgal

Comments Off

Sigrún vann tvöfalt á EMÍslenskir keppendur í BJJ stóðu sig frábærlega á EM í Portúgal um helgina og keppendur úr Mjölni komu heim með þrjá Evrópumeistaratitla auk einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna. Sigrún Helga Lund vann tvenna Evróputitla, í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki, en þess má geta að Sigrún Helga er formaður BJJ Sambands Íslands. Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð Evrópumeistari í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki. Axel Kristinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltina undir 64 kg og Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltinga undir 94 kg ásamt því að Árni Snær Fjalarsson vann til bronsverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg, 16 ára og yngri. Aðrir keppendur stóðu sig einnig frábærlega. Nánari upplýsingar um verðlaun Íslendinga á mótinu má finna á vef BJJ Sambands Íslands. Við óskum íslensku keppendunum öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

Fréttir January 26th 2015

Sjálfsvarnarnámskeið í Mjölni!

Comments Off

sjálfsvarnarpóster

 

 

Ömmur, mömmur, frænkur og dætur, skráning er hafin á sjálfsvarnarnámskeið.

Sjálfsvarnarnámskeiðið er fyrir allar stelpur 14 ára og eldri.

Skráning er í fullum gangi

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt.

 

Fréttir January 22nd 2015

Mjölnir 101 hefst 27. janúar

Comments Off

Mjolnir101-GA

Minnum á að MJÖLNIR 101 hefst þriðjudaginn 27. janúar kl. 20 (þri. og fim.). Þá er skráning hafin á næsta MUAY THAI (KICKBOX) 101 sem hefst þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20 (þri. og fim.), BOX 101 sem hefst mánudaginn 2. mars kl. 20 (mán. og mið.) og  VÍKINGAÞREK 101 sem hefst þriðjudaginn 3. mars kl. 19:00 (þri. og fim.).

Innifalið í verði ofangreindra 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl sem er alla virka daga, Mjölnisyoga og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.

Einnig vekjum við athygli á Sjálfsvarnarnámskeiði fyrir stelpur sem haldið verður 3. og 5. febrúar.

Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin og gjaldskrána.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir January 20th 2015

Víkingaþrek 101 uppselt – Enn laust í Mjölni og Box 101

Comments Off

Box 101Enn eru nokkur pláss laus á BOX 101 sem hefst 19. janúar og MJÖLNIR 101 sem hefst 27. janúar. Uppselt er á VÍKINGAÞREK 101 en byrjað er að skrá á næsta námskeið sem hefst þriðjudaginn 3. mars. Grunnnámskeið sem hefjast á næstunni:

 • BOX 101 – hefst mánudaginn 19. janúar kl. 20:00 (mán. og mið.)
 • VÍKINGAÞREK 101UPPSELT – hefst þriðjudaginn 20. janúar kl. 19:00 (þri. og fim.)
 • MJÖLNIR 101 – hefst þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:00 (þri. og fim.)
 • VÍKINGAÞREK 101 – hefst þriðjudaginn 3. mars kl. 19:00 (þri. og fim.)

Innifalið í verði ofangreindra 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl sem er alla virka daga, Mjölnisyoga og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.

Einnig vekjum við athygli á Sjálfsvarnarnámskeiði fyrir stelpur sem haldið verður 3. og 5. febrúar.

Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin og gjaldskrána.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir January 14th 2015

MMA 101

Comments Off

mma101gr
MMA 101 fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára byrjar á morgun!!!

Þetta er virkilega skemmtilegt námskeið þar sem krakkarnir fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ), Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA).

Þjálfari á námskeiðinu er Þráinn Kolbeinsson, en Þráinn hefur unnið til fjölda verðlauna í Brasilísku Jiu Jitsu bæði hérlendis og erlendis og hefur starfað sem þjálfari í Mjölni frá 2011.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma

Fréttir January 12th 2015

MMA101- Box 101 – Víkingaþrek 101 – Mjölnir 101

Comments Off

 • BOX 101 – hefst mánudaginn 19. janúar kl. 20:00 (mán. og mið.)
 • VÍKINGAÞREK 101 – hefst þriðjudaginn 20. janúar kl. 19:00 (þri. og fim.)
 • MJÖLNIR 101 – hefst þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:00 (þri. og fim.)
 • Innifalið í verði ofangreindra 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl sem er alla virka daga, Mjölnisyoga og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.

  Lógó Mjölnis

  Grunnnámskeiðið MMA 101 fyrir unglinga 12-16 ára hefst þriðjudaginn 13. janúar kl. 18:00 (þri. og fim.). Innifalið í þessu námskeiði er einnig Víkingaþrek unglinga á laugardögum.

  Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin og gjaldskrána.

  Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

  Fréttir January 7th 2015

  Fleiri Yogatímar í Mjölni.

  Comments Off

  Yoga

  Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stundartöflunni fyrir þessa önn en helst bera þar að nefna fjölgun á yogatímum.

  MjölnisYogatímar eru nú á eftirfarandi tímum:
  Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 12:10, laugardaga kl. 11:10 og 13:10 og sunnudaga kl: 13:10.

  Yoga er opið öllum iðkendum í Mjölni og öllum þeim sem hafa áhuga á yoga en einnig er hægt er að kaupa stakan tíma svo ekki er nauðsynlegt að vera skráður meðlimur til að mæta.

  Steinunn Þórðardóttir yogakennari sér um yogatímana í Mjölni en Steinunn hefur áralanga reynslu af yoga og er lærður yogakennari.

  MjölnisYoga er hugsað fyrir þá sem eru að æfa þær íþóttir sem stundaðar eru í Mjölni en henta öllum.
  101 tíminn er hannaður til að henta vel eftir aðra hreyfingu og er í raun yoga recovery tími. Þar er til dæmis nánast aldrei er staðið upp. 201 tíminn aftur á móti, er með mikið af standandi stöðum og er í raun nær Goðaaflinu að því leiti að þar er unnið með innri/grunnstyrk á sama tíma og teygjur. Líka fullt af jafnvægi og allt í bland við öndunaræfingar.

  Nánari lýsing:

  MJÖLNISYOGA 101: Yoga sem ætlað er að styðja við þær íþróttir sem stundaðar eru í Mjölni. Djúpar og langar teygjur, öndun og góð slökun, reynir töluvert á fókus og þolinmæði, oft kallað Yin Yoga. Hentar öllum og er frábært til að fyrirbyggja meiðsli og auka líkamsvitund. Opið öllum iðkendum í Mjölni.

  MJÖLNISYOGA 201: Þessir tímar eru töluvert meira krefjandi en 101 og eðlilegt að svitna vel. Hér er unnið með Yogaflæði (Vinasa) og Power yoga. Hér eru allar hreyfingar gerðar við djúpan andardrátt sem verður til þess að djúp öndun lærist hraðar og unnið er að því að ná stjórn á önduninni. Opið öllum iðkendum í Mjölni

  Við hvetjum alla til að kíkja í Yoga.

  Fréttir January 5th 2015

  Kickbox 101 hefst í næstu viku

  Comments Off

  kickbox 101

  Kickbox 101 hefst á þriðjudaginn 6. janúar og er enn laust á námskeiðið.

  Námskeiðið verður á þriðjudögum og fimmtudögum og er í 6 vikur. Innifalið er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl sem er alla virka daga, Mjölnisyoga og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.

  Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

   

  KB101

  Fréttir January 2nd 2015

  Barnaönnin hefst á mánudaginn

  Comments Off

  jarnun140314bornBarnaönnin í Mjölni hefst á mánudaginn og enn er laust í byrjendahópinn.

  Þetta eru tímar fyrir börn á aldrinum 6-11 ára og stýrt af Axel Kristinssyni. Tímarnir eru að mestu byggðir upp sem leikir þar sem börnin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig. Þau læra tækni og líkamsbeitingu, þau fá að hnoðast á gólfinu, sparka og kýla í púða og margt fleira. Þau læra skemmtilega og heilbrigða íþrótt sem eykur sjálfstraust, líkamsstyrk, liðleika, snerpu og líkamsvitund.

  Ekki er nauðsynlegt að eiga neinn sérstakan búnað eða galla fyrir grunnnámskeið, bara létt íþróttaföt (með engum rennilásum eða öðru sem gæti meitt) og viljann til að læra skemmtilega íþrótt.

  Barnahaustönnin (Börn 101) hefst þriðjudaginn 6. janúar kl. 16:30 og verður þriðjudaga og fimmtudaga. Önninni lýkur í maí.

  Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

   

  Fréttir January 2nd 2015