Grettismótið 2014

Comments Off

Grettismótið 2014

Grettismótið 2014 fer fram í Mjölniskastalanum laugardaginn 13. september. Keppt er í galla (gi) en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Þau Eiður Sigurðsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigruðu opnu flokkana í fyrra og hafa nú titil að verja en þau koma bæði úr Mjölni.

Keppni hefst kl. 11 en keppendur eiga að vera mættir 10:30. Vigtun fer fram (í galla) föstudaginn 12. september í Mjölni milli kl. 17-19 en einnig er hægt að vigta sig inn á mótsdag. Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:
Karlar: -68, -79, -90, -101, +101 og opinn flokkur.
Konur: -64, +64 og opinn flokkur.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is og er keppnisgjald kr. 3.000. Skráningarfrestur er til og með 11. september. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru kr. 500.

Við vekjum sérstaka athygli á því að allir tímar í Mjölni falla niður á mótsdag en við hvetjum alla til að mæta á mótið og hvetja keppendur til dáða.

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir August 29th 2014

Barnaönnin í Mjölni hefst í næstu viku!

Comments Off

Barnaönn hefst haust

Barnaönnin í Mjölni hefst í næstu viku og er skráning í fullum gangi.

Tímar byrjendahóps,  Börn 101, hefjast þriðjudaginn 2. sept. kl. 16:30 og verða æfingar í vetur þriðjudaga og fimmtudaga.

Skráning á Barnaönnina er í fullum gangi og er opið börnum á aldrinum 6-11 ára. Grunnnámskeiðið, Börn 101, er að mestu byggt upp sem leikir þar sem börmin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig. Þetta gera þau  í gegnum skemmtilega íþrótt sem eykur sjálfstraust, líkamsstyrk, liðleika, snerpu og líkamssvitund.

Æfingar fyrir framhaldshóp hefjast mánudaginn 1. sept. kl. 16:30 og verða æfingar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega  samband á mjolnir@mjolnir.is eða í síma 534 4455.

 

Fréttir August 27th 2014

Víkingaleikar Mjölnis 2014

Comments Off

Víkingaleikar 2014 lítill póster

VÍKINGALEIKAR MJÖLNIS 2014 verða haldnir nk. laugardag, þann 6. september!

Keppnin hefst kl. 12:00 (húsið opnar 11:45).

Aðgangseyrir kr. 1000.

Keppendur mæta kl. 11:00. Dómarafundur með keppendum er svo klukkan 11:45.

Lokaskráningadagur keppenda er 5. sept. kl. 13:00.

Þáttökugjald er kr. 2000. 

Aðeins fyrir meðlimi Mjölnis.

Um kvöldið heldur svo gleðin áfram en HAUSTFAGNAÐUR MJÖLNIS mun verða  kvöldið. 

Húsið opnar kl. 21:00!

(aldurstakmark 18 ár)

Athugið að vegna Víkingaleikanna falla allar æfingar niður á laugardaginn.

Fréttir August 21st 2014

Sænskir MMA aðdáendur 5 sekúndur að finna Gunnar

Comments Off

Svíar og Gunnar

Það tók sænsku aðdáendurna aðeins 5 sekúndur að finna Gunnar Nelson á Sergels torginu í Stokkhólmi í dag en UFC gaf fyrstu aðdáendunum sem fundu Gunnar á torginu miða á UFC keppnina sem fer fram í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi. Gunnar hafði rétt stigið út úr bifreiðinni sem flutti hann á torgið þegar fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi og fjöldi fylgdi svo í kjölfarið. Allir miðar og bolir sem UFC gaf fóru út á örskammri stundu eða á innan við 5 mínútum.

Þess má geta að miðar á keppnina fara í almenna sölu á föstudaginn en meðlimir í UFC Fight klúbbnum geta keypt miða á morgun, miðvikudag.

Gunnar Nelson er nú staddur í Stokkhólmi við kynningar á keppninni en hann er aðalstjarna kvöldsins. Hann mun síðan halda til Dublin á Írlandi til æfinga áður en hann snýr heim til að ljúka æfingaferlinu fyrir bardagann í Mjölni.

Á myndinni hér að ofan má sjá Gunnar á Sergels torginu í Stokkhólmi í dag með nokkrum af fjölmörgu sænsku aðdáendunum sem mættu á torgið. Myndin er tekin af Facebooksíðu UFC.

Fréttir August 19th 2014

Grunnnámskeið sem hefjast í september

Comments Off

Skráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast í Mjölni í september. Þau eru:

  • MJÖLNIR 101: Hefst þriðjudaginn 9. sept. kl. 20:00. 6 vikna grunnnámskeið + 1 vika í Mjölni. Verð er kr. 25.900
  • VÍKINGAÞREK 101: Hefst þriðjudaginn 9. sept. kl. 19:00. 6 vikna grunnnámskeið + 1 vika í Mjölni. Verð kr. 25.900.
  • BOX 101: Hefst mánudaginn 8. sept. kl. 20:00. 6 vikna grunnnámskeið + 1 vika í Mjölni. Verð kr. 25.900.
  • MMA 101 unglingar: Hefst þriðjudaginn 9. sept. kl. 18:00. 12 vikna (8 í grunn og 4 með framhaldi) grunnnámskeið fyrir unglinga. Verð kr. 30.000.
  • BÖRN 101: Önnin hefst 2. september kl 16:30. Verð kr. 25.600.

Framhaldsönn fyrir börn (Börn 201) og unglinga (MMA 201 unglingar) hefst í byrjun september og hvetjum við alla þá sem ætla að halda áfram að skrá sig sem fyrst.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna undir Tímar & námskeið.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir August 15th 2014

Ný og breytt stundaskrá í september

Comments Off

Nú fer að líða að því að haustönnin í Mjölni hefjist.

Meðlimum í Mjölni er alltaf að fjölga og erum við að fá nýja iðkendur í hverjum mánuði. Til að koma til móts við þennan aukna fjölda og áhuga á því að æfa í Mjölni ætlum við að breyta stundartöflunni okkar þó nokkuð. Þetta er allt liður í því að gera tímana okkar markvissari og auka gæði þjálfunar fyrir þann stóra hóp sem æfir í Mjölni.

Það sem helst ber að nefna er að búið er að skipta BJJ, Boxi og Kickboxi í Mjölni upp í 3 stig. Eins og áður býður Mjölnir upp á 101 námskeiðin en að auki munum við bjóða upp á 201 og 301 tíma.

201 tímarnir munu verða opnir öllum sem hafa lokið 101.

301 tímarnir munu aðeins verða opnir þeim sem hafa náð ákveðnu stigi (t.d. bláu belti í BJJ) eða hafa fengið boð frá þjálfara að mæta. Þeir sem mæta í 301 mega þó einnig mæta í 201, en hafa þarf í huga að þessa tíma sækja einnig byrjendur.

Við höfum einnig bætt við morguntímum, til prufu, í BJJ og Víkingaþreki. Þessir tímar verða klukkan 8:00 á þriðju- og fimmtudögum. Víkingaþrekstími fyrir unglingana í Mjölni mun einnig bætast í töfluna.

Goðaafl (áður Blítt & Létt) eru gamlir tímar með nýtt nafn. Þetta eru opnir tímar fyrir unga sem aldna og þarf ekki að hafa lokið neinu grunnámskeiði til þess að sækja þessa tíma. Tilvaldir fyrir þá sem vilja krefjandi æfingar á hæfilegum hraða.

MjölnisYoga er einnig á sínum stað en þessir tímar verða tvískiptir í vetur. 201 tímarnir verða aðeins meira krefjandi en 101 tímarnir. Báðir tímar munu verða opnir öllum sem æfa í Mjölni og getur fólk mætt bæði í 101 og 201, eins og það vill.

Mjölnir mun auðvitað halda áfram að styðja við MMA keppnisliðshópinn. En MMACT æfingarnar eru lokaðar og þarf að þreyta sérstakt inntökupróf til að komast í hópinn. Þessi hópur æfir stíft og stefna allir innan hópsins á að keppa í MMA.

Mjölnir mun einnig styðja við keppnishóp í Boxi, Kickboxi, BJJ og Víkingaþreki en nánari upplýsingar varðandi það munu koma von bráðar.

Nánari upplýsingar fást undir Tímar & námskeið hér hægra megin á síðunni.

Nýja stundartaflan mun taka gildi 1. sept. 2014 en hana má sjá hér að neðan með fyrirvara um breytingar.

Stundaskrá í september 2014

Fréttir August 14th 2014

Gunnar Nelson verður í aðalbardaganum í UFC í Svíþjóð

Comments Off

Gunnar Nelson vs. Rick Story

Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi þann 4. október nk. en þar mætir hann Rick Story sem á 25 bardaga að baki í MMA, þar af 16 í UFC. Rick er m.a. annar tveggja sem hefur sigrað ríkjandi UFC veltivigarmeistara Johny Hendricks and hitt tapið há Hendriks kom gegn sjálfum GSP og var mjög umdeilt. Það er auðvitað gríðarlegur heiður fyrir Gunnar að vera svokallað “main event” eða “headline” í UFC keppni og jafnframt mikill heiður fyrir Mjölni. Þess má geta að þetta er fimmti bardagi Gunnars innan UFC en andstæðingur hans, Rick Story, er jafnframt í fyrsta sinn “main event” en hann á alls sextán UFC bardaga að baki eins og áður segir. Það eitt segir meira en mörg orð um það hversu Gunnar hefur heillað UFC með frammistöðu sinni og árangri. Nánari upplýsingar um þetta má m.a. finna á eftirfarandi vefslóðum:

Fréttir August 8th 2014

Tvö byrjendanámskeið hefjast í ágúst

Comments Off

Muay Thai 101

Tvö byrjendanámskeið hefjast þriðjudaginn 12. ágúst:

  • Muay Thai 101 (8 vikur): Hefst þriðjudaginn 12. ágúst. Námskeiðið er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00. Verð er kr. 25.900
  • Víkingaþrek 101 (4 vikur): Hefst þriðjudaginn 12. ágúst. Námskeiðið er þriðjudaga og fimmtudaga kl.19:00. Verð er kr. 17.900.

Muay Thai 101 verður stýrt af Matthew Semper en Matthew er ný viðbót við þjálfarhóp Mjölnis. Matthew er PK-1 Super Heavyweight meistari og AMCO Cruiserweitht meistari og er með 33 sigrar í pro Muay Thai en 29 af þeim sigrum hafa endað með rotthöggi. Ætti því enginn að láta þetta námskeið framhjá sér fara.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir August 5th 2014

Lokað yfir Verslunarmannahelgina 2014

Comments Off

utilega

Að venju gefum við í Mjölni starfsfólki okkar frí yfir Verslunarmannahelgina og því verður lokað hjá okkur þá helgi frá föstudegi til mánudags (1.-4. ágúst) að báðum dögum meðtöldum. Njótið helgarinnar í samvistum hvort við annað en munið þó að ganga hægt um gleðinnar dyr. Opið verður frá þriðjudeginum 5. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Fréttir July 26th 2014

Gunnar Nelson sigraði Zak Cummings á mögnuðu kvöldi í Dublin

Comments Off

Sigurteymið í Dublin

Okkar maður Gunnar Nelson sigraði Zak Cummings með hengingartaki í annarri lotu í öðrum aðalbardaga kvöldsins á UFC í Dublin á laugardaginn. Gunnar er því enn ósigraður á MMA ferli sínum eftir 14 bardaga og er kominn með 4 sigra innan UFC sambandsins. Kvöldið var eitthvað að magnaðasta í sögu UFC þar sem áhorfendur voru að sögn Dana White forseta UFC þeir háværustu sem hann hefur upplifað. Kvöldið var einnig gríðarlegur sigur fyrir John Kavanagh þjálfara því allir 4 keppendur hans, Gunnar Nelson, Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan sigruðu sína bardaga og það sem meira er kláruðu allir ýmist með uppgjafartaki eða TKO. Þetta var einnig mikill sigur fyrir Mjölni því allir fyrrnefndir dvöldu á Íslandi mánuð fyrir bardagana til að undirbúa sig og sögðu eftir á að það hefði spilað stóra þátt í sigrum þeirra. MMA Fréttir hafa rakið atburðarás kvöldsins rækilega.

Fréttir July 22nd 2014