Kickbox 101 og önnur Grunnnámskeið í Október

Comments Off

kickbox 101 okt.

 

Skráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast í Mjölni í október.

Fyrsta námskeiðið sem byrjar í október er Kickbox 101 en það hefst þann 7. október. Þetta er 6 vikna grunnnámskeið + ein vika í Mjölni eftir að námskeiðinu lýkur.

Eftir miðjan október hefjast síðan 4 ný grunnnámskeið og er skráning hafin á þau öll.

  • Box 101 hefst mánudaginn 20 . okt  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
  • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.
  • Mjölnir 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið sem hefjast í október er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir September 30th 2014

BJJ Æfingabúðir með Arnari Frey

Comments Off

arnarfr

Æfingabúðir í Braslísku Jiu-Jitsu með Arnari Frey Vigfússyni verða haldnar laugardaginn 4. október frá kl. 13:00-16:00.

Verð kr. 3.900.

Arnar Freyr er svartbeltingur í BJJ og einn reynslumesti BJJ þjálfari landsins með langa reynslu í kennslu og keppnum, bæði hér heima og erlendis. Auk Íslandsmeistarartitla í Gi og NoGi hefur hann einnig unnið til verðlauna í BNA og Írlandi. Þá hefur hann þjálfað og æft í BNA, Írlandi og nú síðast hjá Checkmat í Danmörku. Arnar Freyr var einn af 10 stofnendum Mjölnis á sínum tíma.

Skráning er hafin í afgreiðslu Mjölnisí síma 534 4455 og á mjolnir@mjolnir.is.

Athugið að ætlast er til að allir mæti í galla (Gi).

Fréttir September 27th 2014

MMA CT Inntökupróf á Sunnudaginn – Skráningarfrestur rennur út í dag!

Comments Off

CT test

Inntökupróf inni í æfingarhóp MMA keppnisliðs Mjölnis er næstkomandi sunnudag og er síðasti séns að skrá sig í dag!!!

Prófið hefst stundvíslega klukkan 12.00 á Kópavogsvelli. Þeir sem ætla að þreyta prófið eru því hvattir til að mæta aðeins fyrr og hita sig upp.

Klæðið ykkur eftir veðri og munið að hafa með ykkur allan búnað fyrir sparrið.

Sparrið mun svo hefjast klukkan 16:00 í Mjölni!

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi prófið sjálft þá liggjur Þrekprófið í afgreiðslunni!

 

Fréttir September 24th 2014

Keppnislið Mjölnis í BJJ

Comments Off

photo

Keppnislið Mjölnis í BJJ var endurvakið í kvöld eftir tveggja ára dvala.

Þetta er liður í því að stuðla að auknum uppgangi BJJ innan Mjölnis og á Íslandi og hjálpa þeim sem langar að ná langt í íþróttinni að komast erlendis að æfa og keppa. Við í Mjölni viljum meina að þetta sé stórt skref í rétta átt sem mun aðeins stuðla að meiri glímugæðum í Mjölni, sem eru þó mikil fyrir.

Æfingarnar verða lokaðar og verður fyrsta formlega æfingin haldin næsta laugardag á slaginu kl. 11:00.

Á æfingarnar mega þeir mæta sem hafa fengið inngöngu í keppnisliðið sjálft og æfingahópinn sem mun æfa með keppnisliðinu.

Þeir sem fengu inngöngu í BJJ keppnislið Mjölnis í kvöld voru Axel Kristinsson og Þráinn Kolbeinsson báðir þjálfarar í Mjölni, Aron Daði Bjarnason, Eiður Sigurðsson, Pétur Jónasson og Ómar Yamak.

Fréttir September 17th 2014

Ör grunnnámskeið í Yoga

Comments Off

Yoga

Á laugardaginn næsta, þann 20. september verður 11.10 yogatíminn tvöfaldur!

Tíminn verður því frá kl. 11:10-13:00.

Í tímanum verður farið ítarlega yfir grunnstöður í yoga og svolítið inná hvað hver og ein staða gerir fyrir okkur. Einnig verður farið í og kennd ujjayi öndun en þetta er öndunartækni sem hjálpar til við að ná lengri og dýpri öndun.

Þessi tími hentar öllum og er fyrir alla iðkendur Mjölns, sama hversu mikið eða lítið þeir hafa stundað yoga.

 

Fréttir September 17th 2014

Úrslit á Grettismótið Mjölnis

Comments Off

Ómar Yamak sigrar Ara Pál

Grettismóti Mjölnis fór fram í dag en þetta er annað árið í röð sem mótið er haldið. Keppt var í galla (gi) í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Mótið fór vel fram en um fimmtíu keppendur voru skráðir til leiks frá sjö félögum.

Margar frábærar glímur sáust á mótinu. Þeir Daði Steinn úr VBC og Ómar Yamak úr Mjölni kepptu í úrslitum opna flokksins en báðir áttu frábæran dag. Daði Steinn sigraði allar glímur sínar á uppgjafartökum og átti svo sannarlega sigurinn skilið. Hann sigraði bæði opinn flokk karla og -79 kg flokkinn en sá flokkur var fjölmennasti flokkur mótsins. Ómar Yamak heldur áfram að bæta sig og var hrein unun að fylgjast með tæknilegum og yfirveguðum glímustíl þessa unga manns.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði opinn flokk kvenna, annað árið í röð. Hún sigraði að auki sinn þyngdarflokk og glímdi vel í dag. Andstæðingur hennar í úrslitum opna flokksins, Brynja Finnsdóttir, sigraði sinn þyngdarflokk. Það er frábær árangur á hennar fyrsta stóra glímumóti.

Þá hlaut Arnar Jón Óskarsson í Gleipni verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins, glæsilegan armlás í fyrstu umferð í opnum flokki.

Verðlaunasæti urðu sem hér segir:

-64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
3. sæti: Edda Elísabet Magnúsdóttir (Mjölnir)

+64 kg flokkur kvenna

1. sæti: Brynja Finnsdóttir (Fenrir)
2. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Ingibjörg Hulda Jónsdóttir (Fenrir)

-68 kg flokkur karla

1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (VBC)
3. sæti: Ari Páll Samúelsson (VBC)

-79 kg flokkur karla

1. sæti: Daði Steinn (VBC)
2. sæti: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)
3. sæti: Pétur Jónasson (Mjölnir)

-90 kg flokkur karla

1. sæti: Agnar Ari Böðvarsson (Fenrir)
2. sæti: Sveinbjörn Iura (Ármann)
3. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)

-101 kg flokkur karla

1. sæti: Birgir Rúnar Halldórsson (Mjölnir)
2. sæti: Birkir Már Benediktsson (Mjölnir)
3. sæti: Arnar Jón Óskarsson (Gleipnir)

+101 kg flokkur karla

1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
2. sæti: Eggert Reginn Kjartansson (Mjölnir)
3. sæti: Eggert Djaffer (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna

1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Brynja Finnsdóttir (Fenrir)
3. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Daði Steinn (VBC)
2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
3. sæti: Eggert Djaffer (Mjölnir)

Fréttir September 13th 2014

Grettismótið 2014

Comments Off

Grettismótið 2014

Grettismótið 2014 fer fram í Mjölniskastalanum laugardaginn 13. september. Keppt er í galla (gi) en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Þau Eiður Sigurðsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigruðu opnu flokkana í fyrra og hafa nú titil að verja en þau koma bæði úr Mjölni.

Keppni hefst kl. 11 en keppendur eiga að vera mættir 10:30. Vigtun fer fram (í galla) föstudaginn 12. september í Mjölni milli kl. 17-19 en einnig er hægt að vigta sig inn á mótsdag. Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:
Karlar: -68, -79, -90, -101, +101 og opinn flokkur.
Konur: -64, +64 og opinn flokkur.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is og er keppnisgjald kr. 3.000. Skráningarfrestur er til og með 11. september. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru kr. 500.

Við vekjum sérstaka athygli á því að allir tímar í Mjölni falla niður á mótsdag en við hvetjum alla til að mæta á mótið og hvetja keppendur til dáða.

Fréttir September 9th 2014

Henning og Ragna unnu Víkingaleikana

Comments Off

Henning og Ragna

Fjöldi áhorfenda mætti á Víkinaleika Mjölnis sem haldnir voru í Mjölniskastalanum í gær. Sigurvegarar eftir gríðarlega harða keppni urðu þau Henning Jónasson & Ragna Hjartardóttir. Þetta var í þriðja sinn sem leikarnir eru haldnir en á leikunum keppa hraustustu menn og konur Mjölnis í hinum ýmsu Víkingaþreksþrautum. ALls voru 26 þátttakendur skráðir til leiks og var keppnin í undanúrslitum hnífjöfn. Þeir þrír keppendur sem voru með bestu tímana í hvorum flokki (karla- og kvennaflokkur) fóru áfram í úrslitin. Benedikt Karlsson (5:08), Henning Jónasson (5:15) og Halldór Karlsson (5:21) voru með þrjá bestu tímana í karlaflokki í undanúrslitunum. Í kvennaflokki voru þær Ragna Hjartardóttir (6:20), Katrín Ólafsdóttir (6:21) og Heiða Hrönn Karlsdóttir (6:41) með þrjá bestu tímana.

Úrslitaþrautin var gríðarlega spennandi. Eftir spretti, ground and pound og fleiri skemmtilegar þrautir þurftu keppendur að éta svo kallaða hákarlamysusúpu að hætti Jóns Viðars. Keppni í kvennaflokki var hnífjöfn þar sem Ragna fór með sigur af hólmi en Heiða Hrönn var aðeins nokkrum sekúndum á eftir henni. Keppni í karlaflokki var sömuleiðis spennandi en Henning náði ágætis forskoti á bræðurna þegar lyfta átti 80 kg síldartunnu. Henning sigraði Víkingaleikana 2014 en þess má geta hann sigraði einnig leikana árið 2012 og lenti í öðru sæti í fyrra.

Sigurvegararnir fengur vegleg verðlaun. Frítt að æfa í eitt ár í Mjölni, gjafabréf í Óðinsbúð f. 15.000. Gjafabréf á Kol, gjafabréf á Gló, sokka frá Jaco, nuddbolta frá Sportvörum, súkkulaði frá Omnmnomm, gjafabréf á Hamborgarabúluna og óvissuferð frá Sushi Samba.

Sætin í úrslitum urðu sem hér segir:

Karlaflokkur:
1. sæti: Henning Jónasson
2. sæti: Benedikt Karlsson
3. sæti: Halldór Karlsson

Kvennaflokkur:
1. sæti: Ragna Hjartardóttir
2. sæti: Heiða Hrönn Karlsdóttir
3. sæti: Katrín Ólafsdóttir

Fréttir September 7th 2014

Víkingaleikar Mjölnis 2014

Comments Off

Víkingaleikar 2014 lítill póster

VÍKINGALEIKAR MJÖLNIS 2014 verða haldnir nk. laugardag, þann 6. september!

Keppnin hefst kl. 12:00 (húsið opnar 11:45).

Aðgangseyrir kr. 1000.

Keppendur mæta kl. 11:00. Dómarafundur með keppendum er svo klukkan 11:45.

Lokaskráningadagur keppenda er 5. sept. kl. 13:00.

Þáttökugjald er kr. 2000. 

Aðeins fyrir meðlimi Mjölnis.

Um kvöldið heldur svo gleðin áfram en HAUSTFAGNAÐUR MJÖLNIS mun verða  kvöldið. 

Húsið opnar kl. 21:00!

(aldurstakmark 18 ár)

Athugið að vegna Víkingaleikanna falla allar æfingar niður á laugardaginn.

Fréttir September 4th 2014

MMA 101 unglingar hefst 9. september

Comments Off

MMA 101 unglingar

 

Næsta MMA 101 fyrir unglinga hefst 9. september kl.18:00 (Þriðjudaga og fimmtudaga). MMA 101 Unglingar er 12 vikna grunnnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára. Iðkendur fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ), Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA). Farið er í öll grunnatriði sem nauðsynlegt er að kunna skil á til að mæta í framhaldstímana fyrir unglinga. Námskeiðinu er skipt upp í 8+4 vikur. Í 8 vikur sækja iðkendur lokað grunnnámskeið þar sem farið er ítarlega í grunntækni, að þessum vikum liðnum sækja þau æfingar í 4 vikur með framhaldshóp unglinga í Mjölni (MMA 201 UNGLINGAR).  Innifalið í námskeiðinu er einnig Víkingaþrek unglinga á laugardögum.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir September 3rd 2014