Hólmagangan á laugardaginn

Comments Off

holmganga_svarturbg

Hólmganga Mjölnis verður haldin laugardaginn 1. nóvember.

Eins og áður verður skipt eftir þyngd og beltum,  hvít belti keppa í sínum flokk og blá belti og upp í sínum. Þyngarflokkar fara eftir skráningu.
Keppt verður  í galla (Gi) og gilda sömu reglur og hafa verið á þessum helstu gi-mótum undanfarin ár.

Hólmgangan er  innanhúss æfingamót og verður glímulengd bara 4 mín en á Íslandsmeistaramótinu er glímulengd 6 mín.
Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem hafa aldrei keppt áður og langar að prófa að keppa og hafa gaman. 
Keppni hefst kl 12 og eiga keppendur að vera mættir 11:30.

Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á miðvikudaginn. 

Athugið – Vegna Hólmgöngunnar falla allir tímar niður í sal 1 á laugardaginn, Víkingaþrek færist til 11:00 og unglingaþrek færist til 12:00 í sal 3. Yogað verður á sínum stað klukkan 11:00 og 13:00 í sal 3.

FacebookTwitterEmailShare
Fréttir October 28th 2014

Bardagarnir frá VAMA komnir á netið

Comments Off

Eins og flestir vita börðust þrír Mjölnismenn, Bjarki Þór, Magnús Ingi og Bjarki Ómars á VAMA bardagakvöldinu fyrir rúmri viku eða þann 18. október síðastliðinn og fóru allir með sigur af hólmi. Bardagarnir eru nú komnir á netið og má finna hér að neðan.

Bjarki Ómarsson vs. Percy Hess

 

Magnús Ingi Ingvarsson vs. Richardo Franco

 

Bjarki Þór Pálsson vs. Anthony Dilworth um AVMA léttivigtartitilinn

Fréttir October 27th 2014

Glæsilegur árangur hjá HR/Mjölni – Fimm gull

Comments Off

boxmotbensi

HR/Mjölnir stóðu fyrir hnefaleikamóti í Kastalanum í gærkvöldi. Öll helstu hnefaleikfélög landsins tóku þátt í mótinu en keppendur komu úr HR/Mjölnir, HAK, Æsir og HFK/VBC.

Keppendur úr Mjölnir/HR stóðu sig allir frábærlega og unnu fimm bardagar auk þess er Erla Guðrún var valin “Boxari kvöldsins”.

Úrslit voru eftirfarandi:

Marínó Elí Gíslason (HAK) fór með sigur af hólmi á móti Elmari Halldórssyni (HR/Mjölni)

Brynjólfur Ingvarsson (HR/Mjölni) sigraði andstæðing sinn Kristinn Godfrey Guðnason (Æsi)

Benedikt Axel Andersen (HR/Mjölni) sigraði Kristján T (Æsi)

Erla Guðrún Hjartardóttir (HR/Mjölni) sigraði Margréti Ásgerði (HAK)

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (HR/Mjölni) sigraði Kareni Ósk (HFK)

Guðmundur B. Björnsson (HAK) hafði betur á móti Sóloni Arnarsyni (HR/Mjölni)

Pawel Uscilowski tók sigurinn á móti Sebastian Drozyner báðir úr HR/Mjölni

Erla Guðrún Hjartardóttir úr HR/Mjölni var síðan valin af dómurum “Boxari kvöldsins”.

boxmoterla

Fréttir October 26th 2014

Hnefaleikamót í Mjölni á laugardaginn

Comments Off

boxmót2014

HR/Mjölnir standa fyrir hnefaleikamóti næsta laugardagskvöld 25. október í Mjölni, Seljarvegi 2. Öll helstu hnefaleikfélög landsins taka þátt í mótinu en keppendur koma úr HR/Mjölnir, HAK, Æsir og HFK/VBC og því von á afar skemmtilegum og spennandi bardögum. Húsið opnar kl. 19:30 og mótið hefst kl. 20:30.

Aðgangseyrir er kr. 1.000.

 Keppendur eru:

Nafn KG Aldur Félag Nafn KG Aldur Félag
Elmar Halldórsson 75 Junior HR Marinó Eli Gíslason 75 U19 HAK
Brynjólfur Ingvarsson 69 Elite HR Kristinn Godfrey Guðnason 68 U19 Æsir
Benedikt Axel Andersen 69 Elite HR Kristján T 69 Elite Æsir
Ómar Mehmet Annisius 64 Elite HR Eyþór Helgi 64 Elite HAK
Erla Gudrun Hjartadóttir 61 Elite HR Margrét Ásgerður 64 Elite HAK
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir 54 Elite HR Karen Ósk 63 Elite HFK
Sólon Arnason 78 Elite HR Guðmundur B. Björnsson 86 U19 HAK
Sebastian Drozyner 40 Elite HR Pawel Uscilowski 40 Elite HR

 

Fréttir October 22nd 2014

MMA 101 fyrir unglinga hefst 4. nóv!

Comments Off

mma101gr

Næsta MMA 101 fyrir unglinga hefst þriðjudaginn 4. nóvember kl. 18:00 (Þriðjudaga og fimmtudaga).

MMA 101 Unglingar er 12 vikna grunnnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára. Iðkendur fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ), Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA). Farið er í öll grunnatriði sem nauðsynlegt er að kunna skil á til að mæta í framhaldstímana fyrir unglinga.

Námskeiðinu er skipt upp í 8+4 vikur. Í 8 vikur sækja iðkendur lokað grunnnámskeið þar sem farið er ítarlega í grunntækni, að þessum vikum liðnum sækja krakkarnir æfingar í 4 vikur með framhaldshóp unglinga í Mjölni (MMA 201 UNGLINGAR).

Innifalið í námskeiðinu er einnig Víkingaþrek unglinga á laugardögum.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir October 22nd 2014

Fullt hús hjá okkar mönnum

Comments Off

Þrefaldur sigur á AVMAÞrír Mjölnismenn, þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Bjarki Þór Pálsson börðust hjá AVMA bardagasamtökunum í Englandi í gærkvöldi í MMA. Þar af barðist Bjarki Þór um AVMA áhugamannabeltið í léttivigt. Skemmst er frá því að segja að okkar menn fóru allir með sigur af hólmi. 

Bjarki Ómarsson mætti Percy Hess og svæfði hann með hengingartakinu Ljónsbananum (RNC) strax í fyrstu lotu.

Þá var komin röðin að Magnúsi Inga Ingvarssyni en hann mætti Ricardo Franco. Þess má geta að Ricardo þessi sigraði Bjarka Ómarsson í maí í fyrra á dómaraúrskurði. Magnús „hefndi“ hins vegar fyrir tap félaga síns frá því fyrra með því að sigra Franco á glæsilegu rothöggi í 1. lotu. Rothöggið kom eftir vinstri krók en Magnús rotaði sinn síðasta andstæðing einnig með vinstri krók.

Síðastur af íslensku keppendunum var Bjarki Þór Pálsson en hann mætti Anthony Dilworth en eins og áður segir var léttvigtartitil AVMA í húfi þar. Bjarki Þór sigraði andstæðing sinn í annari lotu og beitti til þess, líkt og nafni hans fyrr um kvöldið, hengingartakinu Ljónsbaninn. Þetta er þriðji titill Bjarka Þórs og verður að teljast sennilegt að þessi frábæri bardagakappi fari fljótlega að berjast sem atvinnumaður.

Fullt hús hjá Mjölnismönnum í kvöld, þrír sigrar í þremur bardögum. Hér eru myndir frá kvöldinu.

Fréttir October 19th 2014

Box 101

Comments Off

box101gr

Enn er laust á Box 101!

Box 101 hefst mánudaginn 20 . okt  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.

Einnig er enn laust á Mjölnir 101 sem hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið sem hefjast í október er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir October 13th 2014

Skráning í fullum gangi á Box 101, Víkingaþrek 101 og Mjölnir 101

Comments Off

 

Skráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast eftir miðjan október.

  • Box 101 hefst mánudaginn 20 . okt  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
  • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.
  • Mjölnir 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið sem hefjast í október er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir October 8th 2014

Kickbox 101 og önnur Grunnnámskeið í Október

Comments Off

kickbox 101 okt.

 

Skráning er farin á fullt fyrir grunnnámskeið sem hefjast í Mjölni í október.

Fyrsta námskeiðið sem byrjar í október er Kickbox 101 en það hefst þann 7. október. Þetta er 6 vikna grunnnámskeið + ein vika í Mjölni eftir að námskeiðinu lýkur.

Eftir miðjan október hefjast síðan 4 ný grunnnámskeið og er skráning hafin á þau öll.

  • Box 101 hefst mánudaginn 20 . okt  og verður á mánudögum og miðvikudögum klukkan 20:00.
  • Víkingaþrek 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:00.
  • Mjölnir 101 hefst þriðjudaginn 21. okt og verður á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 20:00.

Öll grunnnámskeið eru 6 vikur + ein vika í Mjölni eftir að eiginlegu námskeiði lýkur.  Verð á öll grunnnámskeið sem hefjast í október er 25.900kr.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Fréttir September 30th 2014

BJJ Æfingabúðir með Arnari Frey

Comments Off

arnarfr

Æfingabúðir í Braslísku Jiu-Jitsu með Arnari Frey Vigfússyni verða haldnar laugardaginn 4. október frá kl. 13:00-16:00.

Verð kr. 3.900.

Arnar Freyr er svartbeltingur í BJJ og einn reynslumesti BJJ þjálfari landsins með langa reynslu í kennslu og keppnum, bæði hér heima og erlendis. Auk Íslandsmeistarartitla í Gi og NoGi hefur hann einnig unnið til verðlauna í BNA og Írlandi. Þá hefur hann þjálfað og æft í BNA, Írlandi og nú síðast hjá Checkmat í Danmörku. Arnar Freyr var einn af 10 stofnendum Mjölnis á sínum tíma.

Skráning er hafin í afgreiðslu Mjölnisí síma 534 4455 og á mjolnir@mjolnir.is.

Athugið að ætlast er til að allir mæti í galla (Gi).

Fréttir September 27th 2014