Fjórir Mjölnismenn keppa á Cage Contender 26. apríl

No Comments »

Cage Contender 18Fjórir Mjölnismenn keppa á Cage Contender XVIII sem fram fer í Belfast á Norður-Írlandi þann 26. apríl næstkomandi. Diego Björn Valencia  mun keppa í fyrsta sinn sem atvinnumaður en hann er með recordið 2-1 á áhugamannaferli sínum. Þeir Birgir Örn Tómasson (0-0), Egill Öydvin (1-0) Hjördísarson og Magnús Ingi Ingvason (1-0-1) keppa síðan allir eftir áhugamannareglum.

Diego Björn  ræðst svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta atvinnumannabardaga því hann mætir heimamanninum Conor Cooke sem er gríðarlega vinsæll í Belfast en Cooke er með recordið 5-3 á sínum atvinnumannaferli og var áður 2-0 sem áhugamaður. Fyrir utan að Diego stígur inn með mjög stuttum fyrirvara því Conor átti að mæta öðrum andstæðingi sem meiddist í fyrradag. Þar sem Conor er stórt nafn í Belfast voru góð ráð dýr en Diego er hvergi banginn og bauðst til að taka bardagann.

Birgir  Örn berst þarna sinn fyrsta áhugamannabardaga gegn Ryan McIlwee (2-2). Birgir er þó ekki óreyndur bardagaíþróttamaður þar sem hann hefur keppt bæði í hnefaleikum og Muay Thai.

Egill mætir Julius Ziurauskis (1-2) en þess má geta að Julius mætti Diego Birni í september í fyrra á eftirminnilega hátt þar sem Diego var í miklum vandræðum en náði að skella inn glæsilegum armbar á Julius og tryggja sér sigur.

Magnús Ingi (1-0-1) mætir síðan Jamie O Neil (2-1-0). Maggi hefur verið frá keppni í tíma vegna meiðsla. Hann keppti þó m.a. á boxmóti í Mjölni í febrúar og sigraði á tæknilegu rothöggi. Það verður gaman að sjá hann snúa aftur í búrið.

 

Þess má geta að Íslandsvinurinn James Gallagher mun einnig keppa í Belfast en James æfir hjá John Kavanagh í Dublin. James sem er Norður-Íri hefur dvalið lengi á Íslandi við æfingar og er m.a. nýlega farinn til Írlands aftur aftur nokkurra vikna dvöl í Mjölni. Þjálfarateymi úr Mjölni mun að sjálfsögðu fylgja okkar mönnum á keppnina.

Uncategorized April 18th 2014

Hnefaleikamót í Kópavogi á morgun

No Comments »

Hnefaleikar

Fyrsta hnefaleikamót sem Hnefaleikafélag Kópavogs og VBC stendur fyrir verður haldið á morgun, miðvikudaginn 16. apríl, í húsnæði félagsins að Smiðjuvegi 28 í Kópavogi. Húsið opnar kl. 19.00 en keppni hefst kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 1000. Viðburðurinn á Facebook

Keppendur frá HR/Mjölni eru þau Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Imma) sem mætir Drífu Hrund frá HFK í 55kg flokki, Þórarinn Hjartarsson sem mætir Borgari Þór frá HFK í 75kg flokki, Elmar Gauti Halldórsson mætir Gísla Kvaran frá HAK í 69kg flokki og Diego Björn Valencia sem mætir Rúnari Svavarssyni frá HFK í 91kg flokki. Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar fólk.

Uncategorized April 15th 2014

Framkvæmdir framundan – sjálfboðaliðar óskast

No Comments »

MMA

Talsverðar framkvæmdir eru framundan í Sal 1 í Mjölniskastlanum en á skírdag og föstudaginn langa er markmiðið að rífa niður stúkuna í salnum. Þetta er auðvitað liður í því að rýmka til fyrir þann fjölda sem æfir í Mjölni. Tilgangurinn er einnig að gera pláss fyrir nýju MMA búri – en Mjölnir hefur pantað 30 feta búr í stað þess sem nú er. Mjölnir leitar því til allra sem vettlingi geta valdið til að koma og hjálpa til við þetta en við byrjum á hádegi báða dagana. Hér er viðburðurinn á Facebook. Þegar Mjölnir flutti á Seljaveginn 2011 lyftu meðlimir félagsins grettistaki og margir unnu í sjálfboðavinnu dag og nótt við að gera Mjölniskastalann að veruleika. Mikil stemning skapaðist eins og alltaf þegar iðkendur í Mjölni koma saman og vonandi verður sama fjörið hjá okkur núna um páskana. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Mjölniskastalinn reis á sínum tíma.

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og aðstoða á skírdag og föstudaginn langa.

 

Uncategorized April 14th 2014

Breytt dagskrá um páskana

No Comments »

Að venju er að mestu lokað yfir páskana en þó verða nokkrir tíma í boði. Opunartími og dagskrá verður með eftirfarandi hætti.

Skírdagur: Lokað (niðurrif á stúku í Sal 1). Óskum eftir aðstoð allra sem vettlingi geta valdið. Hittumst kl. 12 til að taka stúkuna niður. Síðan pizza og niceheit í boði Mjölnis.

Föstudagurinn langi : Lokað (niðurrif á stúku í Sal 1). Sama og á skírdag :)

Laugardagur:
Salur 1:  Lokaður vegna framkvæmda
Salur 2: Víkingaþrek kl. 12:10 og BJJ kl. 13:00.
Salur 3: Box kl. 12:10 og Mjölnis-yoga kl. 13:00

Páskadagur: Lokað

Annar í páskum:
Salur 2:  Víkingaþrek 12:10 og Box 12:10. Annars lokað.

Allir aðrir tímar en hér eru nefndir falla niður yfir þessa daga.

Uncategorized April 14th 2014

Tímar sem falla niður um helgina

No Comments »

Vegna æfingabúða falla allar æfingar í Sal 1 (BJJ gi og Open mat) niður um helgina, bæði á laugardag og sunnudag. Einnig falla niður tímar í Víkingaþreki kl. 12:10 bæði á laugardag og sunnudag í Sal 2 sem og Sparr frh. kl. 13:00 á laugardag. Víkingaþrekstíminn kl. 11:10 verður þó á sínum stað og aukatímí í Víkingaþreki verður á sunnudag kl. 11:10 (þ.e. sunndagstíminn færist fram um klukkutíma). Mjölnisyogatímarnir sem eru í töflu kl. 13:10 færast til 12:10. Eins og áður kom fram er þetta gert vegna Muay Thai æfingabúða með Matthew Semper sem haldnar eru um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 12-15 báða daga. Við hvetjum alla til að skrá sig á búðinar.

Æfingabúðir með Matthew Semper

Uncategorized April 11th 2014

Gunnar bestur veltivigtarmanna á Norðurlöndum

No Comments »

Gunnar vs. Omari

Gunnar Nelson er bestur veltivigtarmanna á Norðurlöndum í MMA samkvæmt nýjum styrkleikalista sem birtur var á MMA Viking í dag en það er stærsti MMA vefur á Norðurlöndum og almennt sá styrkleikalisti með menn líta til fyrir norræna bardagaíþróttamenn. Gunnar hefur um tíma vermt annað sæti listans en þetta er í fyrsta sinn sem hann nær efsta sætinu.

Fram að þessu hefur hinn danski Martin „Hitman“ Kampmann verið konungur veltivigtarmanna á Norðurlöndum en Kampmann hefur verið atvinnumaður í MMA í 11 ár og verið samningsbundinn UFC sambandinu frá árinu 2006 með 27 bardaga að baki, þar af 20 sigra. Bardagi hans og Carlos Condit var aðalbardagi kvöldsins þann 28. ágúst í fyrra en þar tapaði Daninn á tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Þess má geta að andstæðingur hans hafði barist um UFC veltivigtartitilinn nokkrum mánuðum fyrr. Á undan bardaganum við Condit hafði Kampmann tapað á rothöggi fyrir  Johny Hendricks núverandi veltivigtarmeistara UFC. Hann hefur barist við flesta af sterkustu veltivigtarmönnum heims og verið aðeins einum bardaga frá titilbardaga. Það er því mikill heiður fyrir Gunnar að vera settur á topp styrkleikalistans og skipta um sæti við Kampmann, en búast má við því að mörgum Dananum þyki skiptin sár.

Uncategorized April 9th 2014

Margt í gangi

No Comments »

Æfingabúðir í Fenri

Mikið hefur verið að gerast í Mjölni síðustu misseri og er margt framundan. Það sem af er komið ári hefur verið fullt á öll byrjendanámskeið, sem hefjast nú mánaðarlega og er fjöldi iðkenda í Mjölni sífellt að aukast.

Um síðustu helgi  lagði Mjölnisfólk land undir fót og hélt norður í land. Tilgangurinn var að halda æfingabúðir í samvinnu við bardagaklúbbinn Fenri. Æfingabúðunum var stýrt af Jóni Viðari Arnþórssyni, Gunnari Nelson, Árna Ísakssyni, Unnari Halldórssyni og Fenrismanninum Ingþóri Valdimarssyni. Fenrisfólk tók vel á móti Mjölni og var fullt út úr dyrum, en rúmlega 100 manns sóttu æfingabúðirnar, líkt og sést á myndinni hér að ofan. Fleiri myndir frá æfingabúðunum má finna á Facebooksíðu Mjölnis.

Næstu helgi býður Mjölnir Muay Thai manninn Matthew Semper velkominn, en hann ætlar að vera með æfingabúðir í Mjölni. Semper á ótal atvinnumanna bardaga að baki í Muay Thai eru þessar æfingabúðir því kjörið tækifæri fyrir alla þá sem æfa Muay Thai eða kickbox. Um páskana verður farið í miklar framkvæmdir í Mjölniskastlanum.

Á skírdag og föstudaginn langa er markmiðið að rífa niður stúkuna í Sal eitt í Mjölni sem er auðvitað liður í því að rýmka til fyrir þann fjölda sem sækir æfingar hjá félaginu. Tilgangurinn er einnig að gera pláss fyrir nýju MMA búri en von er á nýju og stærra búri en það sem fyrir er.

Í vikunni eftir páska halda þau Birgir Örn Tómasson, Egill Ödvin Hjördísarson, Magnús Ingi Ingvarsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir, ásamt þjálfurum sínum, til Írlands þar sem þau munu taka þátt í Cage Contender. Öll eru þau meðlimir í Keppnisliði Mjölnis. Bjarki Ómarsson átti einnig að keppa þetta kvöld en andstæðingur hans meiddist og leitað er að nýjum andstæðingi. Vonandi finnst hann en við segjum meira frá þessu síðar.

Uncategorized April 8th 2014

Nokkur pláss laus í KICKBOX 101 – Annað uppselt

No Comments »

Kickbox 101Nokkur pláss eru enn laus á grunnnámskeiðið KICKBOX 101 sem hefst í Mjölni þriðjudaginn 8. apríl næstkomandi. Uppselt er hins vegar bæði á Mjölni 101 og Víkingaþrek 101 sem einnig hefjast í Mjölni í apríl.

  • KICKBOX 101 er átta vikna grunnnámskeið í Kickboxi fyrir MMA og sjálfsvörn. Farið er í helstu varnir, sóknir, fótaburð, hvernig á að æfa sig með box- og fókuspúðum og margt fleira. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 8. apríl og er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00. Verð kr. 25.900.

Skráning er á netfanginu mjolnir@mjolnir.is (vinsamlegast sendið nafn, kenntölu, netfang og síma) eða á opnunartíma í síma 534 4455. Við minnum einnig á að viðkomandi fer á biðlista þar til námskeið hefur verið greitt. Hægt er að greiða í afgreiðslu Mjölnis, með símgreiðslu eða með því að fá reikningsnúmer félagsins sem sent er út í tölvupósti eða hægt að fá í gegnum síma.

Uppselt á Víkingaþrek 101

 

Mjölnir 101 uppselt

Uncategorized April 4th 2014

Muay Thai æfingabúðir í Mjölni

No Comments »

Matthew Semper æfingabúðir

Helgina 12. og 13. apríl nk. verða haldnar Muay Thai æfingabúðir í Mjölni en þá kemur PK-1 Super Heavyweight meistarinn og AMCO Cruiserweitht meistarinn Matthew Semper í heimskókn til okkar. Hann er með 33 sigrar í pro Muay Thai og 29 af þeim sigrum hafa enda með rotthöggi.

Æfingarbúðirnar verða samtals 6 klukkustundir eða kl. 12-15 á laugardaginn og á sunnudaginn.

Verð aðeins kr. 7500

Ómissandi æfingabúðir fyrir alla með áhuga á Muay Thai/Kickboxi.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis. Til þess að tryggja sér pláss þarf að greiða við skráningu.

Viðburðurinn á Facebook.

Uncategorized April 3rd 2014

Mjölnir fer norður í gin úlfsins

No Comments »

Mjölnir heimsækir Fenrir

Æfingabúðirnar með Gunnari Nelson, Árna Ísaks, Jóni Viðari Arnþórssyni, Unnari Halldórssyni og Ingþóri Valdimarssyni á Akureyri

Nú er loksins komið að því!!!

Þann 4. apríl næstkomandi ætlar Mjölnir að leggja land undir fót og mæla sér mót við Fenrisúlfana fyrir norðan. Lagt verður af stað klukkan 16:00 á föstudeginum frá Kastalanum.

Gist verður í Fenri yfir helgina og er lofað miklu stuði af heimamönnum.

Dagskrá yfir laugardaginn 5. apríl er sem hér segir:

  • Æfing fyrir hádegi: 10:00-12:00
  • MMA/Jiu Jitsu
  • Hádegismatur
  • Æfing eftir hádegi: 13:00 – 15:00
  • Box og spörk
  • Hópurinn fer síðan í sund eftir að æfinugm líkur og út að borða saman um kvöldið.

Lagt verður af stað heim upp úr hádegi á sunnudeginum!!

Skráning er í Mjölni og hjá Fenri á Akureyri

ATH Mjölnir! 50 fyrstu til að ganga frá skráningu með því að greiða í afgreiðslunni í Mjölni trygga sér pláss og komast með.

Viðburðurinn á Facebook.

Verð:
Æfingabúðir kr. 5000
Rúta fyrir Mjölnisfólk kr. 4000

Uncategorized April 2nd 2014