GUNNAR NELSON MEÐ SIGUR Á TAKASHI SATO

Gunnar Nelson sigraði Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu í London á laugardaginn. Gunnar sigraði Sato eftir mjög örugga dómaraákvörðun.

Bardaginn fór fram í O2 Arena í London en þetta var fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár. Sato byrjaði bardagann á að stjórna pressunni á meðan Gunnar bakkaði og beið átekta.

Sato pressaði en var ekki að ógna mikið. Gunnar reyndi nokkrum sinnum að ná að klemma sér upp við Sato í „clinchið“ en Sato náði alltaf að ýta sér stax burt. Sato var greinilega búinn að leggja það upp að lenda ekki í „bodylock“ með Gunnari.

Um miðja 1. lotu skaut Gunnar í lappirnar og tók Sato auðveldlega niður. Gunnar náði fljótt bakinu og reyndi að læsa hengingunni en Sato varðist vel og lifði út lotuna.

Það sama var uppi á teningnum í 2. og 3. lotu. Gunnar reyndi að ná „bodylock“ en Sato ýtti sér alltaf í burtu. Gunnar náði þá fellunni með því að skjóta í lappirnar og gekk frekar auðveldlega að ná honum þannig niður. Gunnar náði samt ekki að klára bardagann í gólfinu þar sem Sato var sáttur með að verjast og lifa af í stað þess að reyna að standa upp.

Gunnar sigraði því eftir dómaraákvörðun 30-26 hjá öllum dómurum og vann síðustu lotuna 10-8. Þó Gunnar hafi ekki náð að klára bardagann var sigurinn mikilvægur eftir tvö töp í röð.

Gunnar sagði í viðtalinu í búrinu að það hafi auðvitað alltaf verið planið að taka bardagann í gólfið. „Ég vildi gera þetta aðeins öðruvísi núna. Vera meira þolinmóður. Ég var að reyna að klára þetta en vörnin hans var góð,“ sagði Gunnar.

„Það kom á óvart hve vel hann varðist. Ég bjóst við að hann myndi reyna að sleppa en hann var greinilega sáttur þarna. Var erfitt að ná hálsinum.“

Þetta var fyrsti sigur Gunnars síðan hann kláraði Alex Oliveira í desember 2018. Gunnar hefur nú unnið 9 bardaga í UFC en þetta er aðeins hans annar sigur á ferlinum eftir dómaraákvörðun.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar, miðvikudagar og föstudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:15 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 (fös. 20:00).

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 min á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði