Flýtilyklar
AXEL ÍÞRÓTTAMAÐUR SELTJARNARNESS 2015
Axel Kristinsson var valinn íþróttamaður ársins 2015 á Seltjarnarnesi. Axel varð Norðurlandameistari í júdó á árinu þar sem hann keppti fyrir hönd Ármenninga. Auk þess hafnaði Axel í 3. sæti á Evrópumeistaramótinu í BJJ og en hann er jafnframt Íslandsmeistari í BJJ í sínum þyngdarflokki.
Eins og flestum er kunnugt er Axel einn af yfirkennurum í Mjölni og keppir fyrir hönd félagsins í BJJ sem og fyrir hönd Ármenninga í judo, en það voru einmitt Mjölnir og Ármann sem tilnefndu Axel sem íþróttamann Seltjarnarnes í ár. Við í Mjölni erum afar stolt af þjálfaranum okkar og sama á vafalítið við um félaga hans í Júdódeild Ármanns.