Börn 10-13 ára eru tímar sem eru byggðir upp að meginatriðum eins og yngri hóparnir nema hér læra þau ítarlegri tækni bæði í gólfglímu, standandi glímu og sjálfsvörn. Þau læra einfalda lása og hengingar en mjög ítarlega er farið í tæknina við uppgjafartök og þau frædd um afleiðingar þess að beita þeim vitlaust. Þá er tímunum getuskipt líkt og með 5-8 ára hópnum þar sem fyrstu vikurnar sem þau æfa eru þau einungis að læra grunntækni og að beita sér til að vera fullundirbúin að takast á. Þá er sama beltakerfi og fyrir 5-8 ára börnin þar sem þau fá strípur og nýjar gráður fyrir að mæta, sýna góða hegðun og tæknilegar framfarir.
Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.
Tímasetningar má finna í stundatöflunni.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
galli (Gi) og belti
tannhlíf
Á Facebook er sérstök foreldragrúbba fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.
Þjálfari: Kristján Helgi Hafliðason, Stefán Fannar, Inga Birna, Birta Ósk og fleiri.
Engin námskeið fundust.