
Heljardætur í Mjölni
Heljardætur eru nýir tímar í Mjölni sem hefjast 1. desember. Aðal áhersla æfinganna verður á rass, kvið og brennslu. Tímarnir eru einungis fyrir konur. Notaðar eru stangir, lóð, teygjur og boxpúðar og er hvert æfingatímabil 6 vikur í senn.
Iðkendur þurfa ekki að hafa lokið grunnnámskeiði til að geta mætt og ekkert aukagjald er fyrir þessar æfingar hjá greiðandi meðlimum Mjölnis með fasta áskrift (nema Gryfjuáskrift) en einnig er hægt að kaupa námskeiðið sem og einstaka tíma eða styttri áskrift.
Boðið er upp á fjóra tíma í viku. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:15 og laugardaga kl. 10:00. Takmarkaður fjöldi er í hvern tíma og því mikilvægt að skrá sig í hvern tíma inn á Abler.
Búnaður fyrir æfingar: Vafningar og íþróttaföt.
Þjálfarar eru: Imma Helga Arnþórsdóttir, Úlfhildur Unnarsdóttir, Gillý Gunnarsdóttir og Hildur Guðný Káradóttir.
Ath. FYRSTA VIKAN Í DESEMBER ER GJALDFRJÁLS! ENDILEGA DRAGIÐ VINKONUR MEÐ.





















