VILLI ER KOMINN HEIM
18. október 2024
Villi hlaut fyrir tveimur árum heiðursverðlaun Hnefaleikasambands Íslands fyrir störf sín í þágu hnefaleika á Íslandi. Hann mun sjá um að þjálfa grunnnámskeið, ungmenni sem og framhaldstíma, en næsta Box 101 grunnnámskeið verður 4. nóvember!
Í desember 2022 tilkynntu Mjölnir og hnefaleikafélagið Æsir að félögin hefðu ákveðið að sameina krafta sína og ganga til samstarfs um hnefaleikaþjálfun í Mjölni en Gunnar Nelson, formaður Mjölnis, og Vilhjálmur Hernandez, yfirþjálfari Æsis, undirrituðu samkomulag þess efnis. Seint á árinu 2023 flutti Villi hins vegar erlendis og þá tók við yfirþjálfuninni Beka Danelia, margfaldur georgískur meistari í hnefaleiknum, sem hefur sinnt þeirri stöðu þar til nú að Villi er snúinn heim. Beka verður áfram í þjálfarahópi Mjölnis en Villi tekur við á ný sem yfirþjálfari.
Við bjóðum Villa velkominn heim.