Víkingaleikarnir á laugardaginn
5. nóvember 2021
Víkingaleikarnir hafa verið haldnir árlega frá 2012 (að undanskildu 2020 vegna Covid) og er einn af hápunktum haustsins í Mjölni. Víkingaleikarnir er einstaklingskeppni og er keppt í karla- og kvennaflokki.
Leikarnir hefjast kl. 10 á laugardaginn og standa fram eftir degi. Af þeim sökum falla allir tímar niður í Hel á laugardaginn, þ.e. allir Víkingaþrekstímar og Víkingaþrek unglinga. Tímar í Goðaafli, BJJ og Yoga verða hins vegar á sínum stað samkvæmt stundatöflu.
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr. og er grímuskylda. Áhorfendur eru beðnir um að mæta með grímu en annars verða grímur seldar á staðnum.