Úrslit á grettismóti mjölnis
15. september 2014
Margar frábærar glímur sáust á mótinu. Þeir Daði Steinn úr VBC og Ómar Yamak úr Mjölni kepptu í úrslitum opna flokksins en báðir áttu frábæran dag. Daði Steinn sigraði allar glímur sínar á uppgjafartökum og átti svo sannarlega sigurinn skilið. Hann sigraði bæði opinn flokk karla og -79 kg flokkinn en sá flokkur var fjölmennasti flokkur mótsins. Ómar Yamak heldur áfram að bæta sig og var hrein unun að fylgjast með tæknilegum og yfirveguðum glímustíl þessa unga manns.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði opinn flokk kvenna, annað árið í röð. Hún sigraði að auki sinn þyngdarflokk og glímdi vel í dag. Andstæðingur hennar í úrslitum opna flokksins, Brynja Finnsdóttir, sigraði sinn þyngdarflokk. Það er frábær árangur á hennar fyrsta stóra glímumóti.
Þá hlaut Arnar Jón Óskarsson í Gleipni verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins, glæsilegan armlás í fyrstu umferð í opnum flokki.
Verðlaunasæti urðu sem hér segir:
-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)2. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)3. sæti: Edda Elísabet Magnúsdóttir (Mjölnir)
+64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Brynja Finnsdóttir (Fenrir)2. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)3. sæti: Ingibjörg Hulda Jónsdóttir (Fenrir)
-68 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)2. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (VBC)3. sæti: Ari Páll Samúelsson (VBC)
-79 kg flokkur karla
1. sæti: Daði Steinn (VBC)2. sæti: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)3. sæti: Pétur Jónasson (Mjölnir)
-90 kg flokkur karla
1. sæti: Agnar Ari Böðvarsson (Fenrir)2. sæti: Sveinbjörn Iura (Ármann)3. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
-101 kg flokkur karla
1. sæti: Birgir Rúnar Halldórsson (Mjölnir)2. sæti: Birkir Már Benediktsson (Mjölnir)3. sæti: Arnar Jón Óskarsson (Gleipnir)
+101 kg flokkur karla
1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)2. sæti: Eggert Reginn Kjartansson (Mjölnir)3. sæti: Eggert Djaffer (Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)2. sæti: Brynja Finnsdóttir (Fenrir)3. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Daði Steinn (VBC)2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)3. sæti: Eggert Djaffer (Mjölnir)