Sunna björk og sveinbjörn með sigur á heljarþrautinni
14. júlí 2020
Eftir fjóra erfiða viðburði voru það Sunna Björk og Sveinbjörn Claessen sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Fyrsti viðburðurinn var skemmtilegt AMRAP en í 2. viðburði var réttstöðulyfta. Þar ruku kílóin upp og tókst Ægi Þorsteinssyni að lyfta 250 kg! Í 3. viðburði voru max burpees á 4 mín. og náði Atli Þór mestum fjölda þar eða 78 burpees. Ansi vel gert!
Um kvöldið fór svo fram skemmtilegur sumarfögnuður þar sem ríkti mikil gleði. Þökkum keppendum, skipuleggjendum, áhorfendum og styrktaraðilum mótsins Nocco og Under Armour fyrir skemmtilegan dag. Efstu þrjú sætin á mótinu voru skipuð af eftirfarandi liðum.
1. sæti: Sunna Björk og Sveinbjörn Claessen (350 stig)2. sæti: Ægir Þorsteinsson og Jón Arnar (320 stig)3. sæti: Jeremy Aclipen og Benjamín Þorlákur (310 stig)