Sportabler tekur við af stara
2. nóvember 2022
Sportabler mun ekki einungis taka við af greiðslukerfinu okkar heldur líka Stara. Stari hefur séð um innskráningu iðkenda í tíma en heyrir nú sögunni til. Stari var tímabundin lausn á Covid tímum og reyndist okkur frábærlega en nú tekur Sportabler við.
Við viljum nota tækifærið og þakka Jósep kærlega fyrir hans mikla og óeigingjarna starf fyrir Mjölni. Jósep smíðaði Stara frá grunni og erum við honum óendanlega þakklát.
Allir þeir sem eru með virka áskrift í Sportabler geta skráð sig í tíma hér:https://www.sportabler.com/classes/mjolnir
Það er líka hægt að skrá sig í tíma í appinu undir „Viðburðir“ og er smellt á plúsinn þar (sjá mynd).