Sjö verðlaun á grapplers industries í parís

2. apríl 2019

Mjölnir var með fjóra keppendur á Grapplers Industries mótinu í París um liðna helgi. Fjórmenningarnir enduðu með sjö verðlaun eftir helgina.

Mjölnir var með fjóra keppendur á Grapplers Industries mótinu í París um liðna helgi. Fjórmenningarnir enduðu með sjö verðlaun eftir helgina.

Þau Arna Diljá Guðmundsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Pétur Óskar Þorkelsson og Valentin Fels Camilleri kepptu á mótinu um helgina í París. Upphaflega átti keppnishópurinn að vera mun stærri en flug hópsins féll niður vegna gjaldþrots WOW Air.

Á Grapplers Industries mótunum keppa allir við alla í flokknum en ef flokkurinn er stór er skipt upp í riðla og fá því allir margar glímur.

Arna Diljá keppti í -75 kg flokki hvítbeltinga kvenna á laugardeginum. Í galla tók Arna gullið eftir tvær glímur við sama andstæðinginn en í nogi endaði hún í 2. sæti eftir tvær glímur. Á sunnudeginum keppti hún síðan í opnum flokki kvenna hvítbeltinga. Í gallanum tók hún gullið eftir eina glímu og tók einnig gullið í nogi eftir tvær glímur. Flottur árangur hjá Örnu!

Bjarni Kristjánsson keppti í +105 kg flokki svartbeltinga. Bjarni er brúnt belti og um 95 kg en enginn var skráður í hans flokk. Hann var því færður upp um beltaflokk og þyngdarflokk.

Bjarni hafnaði í 2. sæti í nogi í tveggja manna flokki og 4. sæti í galla á laugardeginum. Á sunnudeginum keppti hann í opnu flokkunum í galla og án galla. Bjarni vann opna flokkinn í gallanum eftir að andstæðingurinn mætti ekki. Í nogi vann hann fyrstu tvær glímurnar sínar en datt út í 8-manna úrslitum.

Pétur Óskar Þorkelsson keppti í -70 kg flokki brúnbeltinga á laugardeginum. Pétur fékk silfur í gallanum en komst ekki á pall í nogi.

Valentin Fels keppti í -77 kg flokki brúnbeltinga. Flokkurinn hans var nokkuð stór og vann hann þrjár af fjórum glímunum sínum í riðlinum. Hann fór því áfram í undanúrslit þar sem hann tapaði og endaði í 4. sæti.

Valentin keppti svo í opna flokkinum í nogi á sunnudeginum þar sem hann vann fyrstu tvær glímurnar sínar en féll úr leik í 8-manna úrslitum.

Flottur árangur á stóru móti í París.

Nýjustu fréttir

Kaupa kort

Komdu Í áskrift og fáðu eitt grunnnámskeið að eigin vali FRÍTT. Eftir það fá meðlimir 50% afslátt af grunnnámskeiðum.

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

© 2024 — Copyright

Kaupa kort

Komdu Í áskrift og fáðu eitt grunnnámskeið að eigin vali FRÍTT. Eftir það fá meðlimir 50% afslátt af grunnnámskeiðum.

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

© 2024 — Copyright

Kaupa kort

Komdu Í áskrift og fáðu eitt grunnnámskeið að eigin vali FRÍTT. Eftir það fá meðlimir 50% afslátt af grunnnámskeiðum.

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

© 2024 — Allur réttur áskilinn

Facebook

Instagram

mjolnir@mjolnir.is

Opnunartímar

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 -22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.