Opnum aftur samkvæmt stundatöflu
12. janúar 2021
a. Eru í sóttkví.b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.d. Eru með einhver einkenni flensu eða annarra veikinda (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Við viljum þakka iðkendum okkar sem lang flestir hafa haldið tryggð við Mjölni á þessum erfiðu tímum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að ástandið er víða erfitt og tryggð ykkar gerir okkur kleift að halda áfram starfsemi og eins og fram hefur komið mun Mjölnir bæta þeim tíma sem lokað var aftan við áskrift þeirra sem héldu henni virkri og halda áfram með þau námskeið sem frestað var.
Með öðrum orðum Mjölnir opnar (með takmörkunum) samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 13. janúar. Rosalega hlökkum við til að sjá ykkur!!!
Við biðjum alla að kynna sér velReglur Mjölnis um sóttvarnir
Tilkynning ráðuneytisins, reglugerðin og minnisblað sóttvarnarlæknis
Leiðbeiningar Landlæknis fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19
Hér er neðan er svo samantekt á helstu reglum sem gilda í Mjölni á dögum Covid um æfingar í íþróttum með snertingu, þ.e. glímu (BJJ), MMA, Kickboxi og hnefaleikum:
Þá viljum við einnig minna iðkendur okkar á að ákveðin smit- og sóttkvíaráhætta fylgir ávallt því að mæta í fjölmenni, íþróttaæfingar sem og annað, á tímum sem þessum, burtséð frá öllum reglugerðum. Við hvetjum iðkendur eindregið til hafa slíkt í huga áður en þeir ákveða að mæta á æfingar.