Mjölnir open 15 úrslit
21. júní 2021
Þetta er fjölmennasta Mjölnir Open mót frá upphafi en mótið hefur verið haldið árlega frá 2006 (fyrir utan 2020 þegar Covid kom í veg fyrir allt mótahald). Keppt var í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka.
Þau Anna Soffía Víkingsdóttir og Eiður Sigurðsson sigruðu opnu flokkana. Anna Soffía sigraði einnig +70 kg flokk kvenna og varð hún því tvöfaldur meistari eftir daginn. Anna Soffía vann opna flokkinn síðast árið 2015 en hún hefur nú þrívegis unnið opna flokkinn á Mjölnir Open.
Eiður Sigurðsson vann opinn flokk karla eftir jafna glímu við Halldór Loga. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur opinn flokk karla á mótinu en hann hafnaði í 2. sæti í sínum flokki í dag eftir tap gegn fyrrnefndum Halldóri Loga í úrslitum.
Hér að neðan má sjá úrslitin í öllum flokkum dagsins.
-60 kg flokkur kvenna
1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)2. sæti: Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir)3. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)
-70 kg flokkur kvenna
1. sæti: Elísabet Sunna Gunnarsdóttir (Mjölnir)2. sæti: Angie Pétursdóttir (Mjölnir)3. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)
+70 kg flokkur kvenna
1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Atlantic AK)2. sæti: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (Sleipnir)3. sæti: Rut Pétursdóttir (Atlantic AK)
-66 kg flokkur karla
1. sæti: Mikael Leó Aclipen (Mjölnir)2. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)3. sæti: Sigursteinn Óli Ingólfsson (Mjölnir)
-77 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)2. sæti: Magnús Ingvarsson (RVK MMA)3. sæti: Abdul Habib Kohi (RVK MMA)
-88 kg flokkur karla
1. sæti: Valentin Fels (Mjölnir)2. sæti: Bjarki Þór Pálsson (RVK MMA)3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)
-99 kg flokkur karla
1. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)2. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)3. sæti: Julius Bernsdorf (Mjölnir)
+99 kg flokkur karla
1. sæti: Pétur Jóhannes Óskarsson (Mjölnir)2. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Anna Soffía Víkingsdóttir (Atlantic AK)2. sæti: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (Mjölnir)3. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Eiður Sigurðsson (VBC)2. sæti: Halldór Logi Valsson (Mjölnir)3. sæti: Sigurpáll Albertsson (VBC)