Magnaður árangur hr/mjölnis á árinu
13. desember 2021
Á sunnudaginn voru þau Hildur Kristín og Mikael Hrafn Helgason kjörin hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins af Hnefaleikasambandi Íslands (HNÍ) eftir góðan árangur hérlendis og erlendis.
Árangurinn var frábær hjá þeim báðum í ár. Bæði tóku þau gull á Hillerød mótinu í Danmörku og var Mikael kjörinn hnefaleikamaður dagsins í sínum hring á úrslitadeginum. Mikael keppti þar að auka í Póllandi og Noregi á árinu þar sem hann sigraði í Noregi en þurfti að sætta sig við tap í Póllandi. Bæði eru þau að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn eftir frábært keppnisár.
Í ár var HNÍ með bikarmótaröð í fyrsta sinn og náði HR í 6 bikarmeistaratitla:
Hildur Kristín (-54 kg U17)Mikael Hrafn (-67 kg U17)Oliver Örn (-71 kg U17)Hákon Garðarson (-71 kg U19)Steinar Thors (-80 kg)Elmar Gauti (-86 kg)
Þá eru auðvitað ótalin öll silfurverðlaun og fullt af öðrum verðlaunum sem eru mörg og mjög mikilvæg.
Að lokum má nefna að 4 Íslandsmeistaratitlar komu í hús nú í nóvember og kórónaði það frábært ár í hnefaleikastarfinu hér. HR var einnig stigahæsta félagið á mótaröðinni í ár.
Á myndinni hér að neðan má líka hluta af þessum verðlaunahöfum en á hana vantar fullt af keppendum og enn fleiri af verðlaunagripum til viðbótar.