Lokað tímabundið vegna hertra sóttvarna stjórnvalda
24. mars 2021
Sökum þessa munum við lána ketilbjöllur út til virkra iðkenda. Bjölluleigan verður opin frá kl. 12:00 til 15:00 á morgun fimmtudaginn 25. mars og kl. 10-13 föstudaginn 26. mars. Einnig eitthvað í næstu viku ef þarf. Leigan er aðeins fyrir þá sem eru með virka áskrift í Mjölni. Ekki er hægt að taka frá bjöllur og gildir reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“. Aðeins er hægt að fá eina bjöllu á mann og þarf að skila bjöllunni um leið og Mjölnir getur opnað. Ef búnaður hefur ekki borist í hús 48 klukkustundum eftir auglýsta opnun þarf viðkomandi að greiða gjald fyrir sein skil. Hægt er að sækja bjöllu fyrir aðra meðlimi en þá þarf að vera með réttar upplýsingar hjá viðkomandi (nafn, kennitala, símanúmer og netfang).
Ábyrgð og áhætta á búnaði færist yfir á viðskiptavini þegar búnaður fer út fyrir Mjölni og mun viðskiptavinur eftir það vera ábyrgur fyrir tjóni og skemmdum á búnaði, einnig ef búnaður glatast.
Við viljum biðja alla sem koma að mæta með grímur. Allir þurfa að skrifa undir leiguskilmála í móttöku við komu í húsið.