Keppnislið mjölnis til skotlands
25. apríl 2015
Sunnar Rannveig(1-1) mætir Helen Copus (2-0-1) en Sunnar hefur átt mjög erfitt með að fá andstæðinga undanfarið og á síðasta ári drógu t.d. 5 tilvonandi andstæðingar hennar sig út úr keppni við hana. Þessi bardagi fer fram í 61,2kg flokki (135 pund) sem er í raun 1-2 þyngdarflokkum ofar þeim sem Sunna myndi vanalega berjast í. SjáLeiðin að búrinu: Sunna Rannveig Davíðsdóttir vs. Helen Copusá vef MMA Frétta.
Bjarki Ómarssom(3-2) mun berjast um HFC fjaðurvigtarbeltið (-66kg) en andstæðingur hans verður Callum Murrie (5-1). Murrie er mjög öflugur andstæðingur sem aðeins hefur tapa einu sinni, en það var hans fyrsti MMA bardagi árið 2010. Síðan þá hefur hann unnið 5 bardaga í röð og er því að mikilli siglingu. Bjarki er hins vegar vanur sterkum andstæðingum og sigraði einn slíkan í Liverpool í mars. Hér verður því ekkert gefið eftir enda HFC beltið í húfi. SjáLeiðin að búrinu: Bjarki Ómarsson vs. Calum Murrieá vef MMA Frétta.
Hrólfur(1-0) er að keppa sinn annan bardaga síðan 2012 og mætir Pólverjanum, Patryk Witt, sem er að stíga sín fyrstu skref í MMA en hefur verið að standa sig vel á glímumótum. Bardaginn verður í 80kg hentivigt að ósk pólska keppandans en Hrólfur mun að öllu óbreyttu keppa í veltivigt (-77kg) í framtíðinni. SjáLeiðin að búrinu: Hrólfur Ólafsson vs. Patryk Wittá vef MMA Frétta.
Birgir Örn kemur(3-1) átti að mæta andstæðingi í léttvigtarbardaga (-70kg) en sá var að draga sig úr keppni og því miður tókst ekki að finna annan andstæðing fyrir Birgi Örn með svo stuttum fyrirvara en Biggi mun koma þeim mun hungraðri í næsta bardaga.
Við munum gera ferðinni góð skil á Facebook og ekki missa af okkur á Snapchat (mjolnirmma).