Keppnislið mjölnis á evrópumeistaramót í mma 19.11 til 22.11
12. nóvember 2015
Það eru þauBjarki Þór Pálsson( veltivigt, 77kg ),Bjarki Ómarsson( léttvigt, -70kg ), Hrólfur Ólafsson ( millivigt, -84kg ), Inga Birna Ársælsdóttir ( kjúklingavigt, -61,2kg ),Sunna Rannveig Davíðsdóttir( fluguvigt, -57kg ),Egill Øydvin Hjördísarson( léttþungavigt, -93kg ), Bjartur Guðlaugsson ( fjaðurvigt, -66kg ) og Pétur Jóhannes Óskarsson ( þungavigt, -120kg ) sem koma til með að taka þátt fyrir Íslandshönd. Upphaflega stóð til að Þórir Örn tæki þátt en hann þurfti að draga sig úr keppni sökum meiðsla en í staðinn fyrir Þóri kemur Egill Øydvin. Bjarkarnir tveir, Hrólfur, Sunna og Egill hafa öll keppt áhugamannabardaga áður en Bjartur, Inga og Pétur eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Við munum gera ferðinni góð skil áFacebookogInstagramog ekki missa af okkur á Snapchat (mjolnirmma). Einnig verður hægt að sjá bardagana áUFC Fight Pass.
Umfjöllin MMAfrétta um ferðina og Leiðin að búrinu má nálgast hér.
Hér má sjá kynningartrailer fyrir mótið.