Frábært gengi á shinobi 8
3. ágúst 2016
Bjarki Þór Pálsson barðist fyrstur en Bjarki Þór var að berjast í sínum fyrsta atvinnumanna bardaga. Bjarki fékk nýjan andsæðing 30 mínútur fyrir bardaga en það virtist ekki hafa nein áhrif á Bjarka þar sem hann kláraði bardagann eftir aðeins 23 sekúndur með hengingu.
Egill Örn Hjördísarson átti annan bardaga kvöldsins en eftir harða og jafna baráttu sigraði Egill á dómaraákvörðun.
Bjarki Ómarsson var síðastur í búrið þetta kvöld en Bjarki barðist um fjaðurvigtarbelti Shinobi. Eftir 5 lotur, þar sem Bjarki hafði fulla stjórn allan tíman, vann Bjarki öruggan sigur á dómaraákvörðun.
Strákarnir stóðu sig frábærlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju!