Barnastarf hefst aftur að nýju
16. nóvember 2020
Því miður eiga þessar reglur bara við um börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) og þess vegna geta þeir unglingar sem eru á framhaldsskólaaldri (fædd 2004 og fyrr) ekki sótt æfingar í bili. Vonandi mega eldri krakkarnir æfa fljótlega aftur en þangað til bendum við þeim á að fylgjast með fjarþjálfun Víkingaþreksins og LIVE æfingum Mjölnis á Instagram.
Líkt og fyrir lokun biðjum við foreldra um að koma ekki inn í Mjölni með börnunum sínum til að takmarka fjölda í móttökurými enda eru enn fjöldatakmarkanir í gildi hjá fullorðnum.
Þessi reglugerð tekur gildi 18. nóvember og gildir til og með 1. desember. Þetta verður því eina opnunin hjá Mjölni í bili. Við gerum ráð fyrir að geta opnað fyrir aðra starfsemimiðvikudaginn 2. desemberen ef leyfi fæst fyrr þá munum við tilkynna bæði hér og á Facbooksíðu Mjölnis.
UPPFÆRT 1. desember 2020: Samkvæmttilkynningu stjórnvaldaí dag verða reglur óbreyttar til 9. desember.
Sjá nánar:Reglugerð heilbrigðisráðherra.