Flýtilyklar
TVEIR SIGRAR OG EITT TAP Á GOLDEN TICKET Í GÆR
5. júní, 2022
Aron Franz var í fyrsta bardaga kvöldsins þegar hann mætti Oskar Lang. Bardaginn var fjörugur og jafn þar sem báðir sóttu ákaft. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og féll sigurinn okkar megin. Þetta var fysti sigur Arons í MMA og mátti sjá að sigurinn var honum afar kærkominn. Aron hefur áður tapað eftir klofna dómaraákvörðun en núna kom sigurinn. Aron átti þetta svo sannarlega skilið enda fáir í Mjölni sem æfa jafn vel og hann.
Venet Banushi mætti Ryan Lockie í léttvigt. Venet sótti af krafti strax á fyrstu mínútu og var augljóst að Lockie vildi ekki standa með Venet. Lockie reyndi hengingu en Venet hristi það af sér og komst ofan í gólfinu þar sem hann lét höggin dynja á Lockie þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Þetta var mjög sannfærandi sigur, TKO í 1. lotu og má búast við að beltið verði á dagskrá hjá Venet í hans næsta bardaga
Julius Bernsdorf barðist sinn fyrsta bardaga í þrjú ár í gær. Julius mætti Branden Guest í 5 lotu titilbardaga. Bardaginn var mjög taktískur og hélst standandi allan tímann. Bardaginn fór í dómaraákvörðun og sigraði Guest eftir klofna dómaraákvörðun. Guest hélt því beltinu en sitt sýnist hverjum um niðurstöðu dómaranna. Þetta féll þó ekki með okkur í þetta sinn en Julius stóð sig frábærlega og fékk ómetanlega 5 lotu reynslu
Við getum verið virkilega stollt af keppnisliðinu okkar og þjálfurum eftir frammistöðu þeirra í gær