Flýtilyklar
OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
Athugið breyttan opnunartíma og breytingu á æfingartímum yfir jól og áramót. Að venju lýkur barna- og unglingastarfi fyrir jól. Breyttir opnunar- og æfingatímar eru á eftirfarandi dögum og þessa daga eru aðeins þær æfingar sem koma fram hér.
Barna- og unglingastarfið þessa önnina klárast fimmtudaginn 22. desember og ný önn hefst síðan 9. janúar 2023 en æfingar framhaldshópar 2. og 3. janúar. Búið er að opna fyrir skráningu á önnina (vorönn). Ungmenni 13 ára og eldri eru þó velkomin á fullorðinsæfingar á milli jóla og nýárs.
Föstudaginn 23. desember (Þorláksmessa) lokar húsið fyrr eða kl. 19 og síðustu æfingar eru kl. 17:15 (V101 þó kl.17:30).
Athugið eftirfarandi breytingar á stundatöflu:
- Grettissalur: Nogi 201 verður á sínum stað í hádeginu en engar æfingar verða í barnastarfinu þar sem það klárast daginn áður.
- Þórssalur: Sparr kl. 18:00 fellur niður og engar æfingar verða í unglingaboxinu þar sem önnin klárast daginn áður.
- Hel: Síðasti Víkingaþrekstími dagsins er kl. 17:15. Víkingaþrek 101 sem átti að vera kl. 18:15 færist yfir í Útgarð kl. 17:30.
Aðrar æfingar fyrr um daginn eru á sínum stað en aðrir tímar eftir 17:15 falla niður.
AÐRAR BREYTINGAR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT:
- Þorláksmessa 23. des. (föstudagur): Húsið lokar kl. 19:00. Síðustu æfingar kl. 17:15 (sjá hér að ofan).
- Aðfangadagur 24. des. (laugardagur): Húsið opnar kl. 10:15 og lokar kl. 13:00. BJJ Open mat í hádeginu og Víkingaþrek kl. 10:15 og 11:15. Jólastemning.
- Jóladagur 25. des. (sunnudagur): LOKAÐ.
- Annar í jólum 26. des. (mánudagur): Húsið opnar kl. 11:30 og lokar kl.13:30. Æfing kl. 12-13 í BJJ og Víkingaþreki.
- Gamlársdagur 31. des. (laugardagur): Húsið opnar kl.10:15 og lokar kl.13:30. Risaæfing í Víkingaþreki kl. 10:30 og risaæfing í BJJ kl. 10:30.
- Nýársdagur 1. jan. (sunnudagur): LOKAÐ.
Aðra daga er opið samkvæmt stundatöflu.