OPNUM AFTUR SAMKVÆMT STUNDATÖFLU

OPNUM AFTUR SAMKVÆMT STUNDATÖFLU
Mjölnir opnar aftur 13. janúar

Samkvæmt nýrri reglugerð og tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins má íþróttastarf hefjast í skipulögðum hóptímum frá miðvikudeginum 13. janúar þar sem allir þátttakendur eru forskráðir í tíma. Við þessar aðstæður skal virða 2 metra regluna, ekki notast við sameiginlegan búnað og er 20 manna hámark í hvern tíma á þrekæfingu. Íþróttaæfingar með og án snertingar eru heimilaðar með fjöldatakmörkunum (sjá nánar í reglum Mjölnis hér að neðan).
 
Með þessum reglum geta skipulagðir tímar í Víkingaþrekinu, Goðaaflinu og Yoga  hafist að nýju með 20 manna hámarki í hverju rými. Búningsklefar eru samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisin lokaðir fyrir þá iðkendur sem mæta í þessa hópatíma og biðjum við þá sem eru að mæta í Víkingaþrekið að fara í gegnum Drukkstofuna upp í salinn. Við biðjum iðkendur líka aðeins að skrá sig í einn tíma á dag að hámarki meðan á þessum fjöldatakmörkunum stendur. 

Við biðjum alla þá sem fengu búnað (ketilbjöllur og slíkt) að láni að skila slíku hafi búnaðinum ekki þegar verið skilað.

Gryfjan (líkamsræktarsalurinn) er lokaður meðlimum samkvæmt fyrirmælum ráðuneytisins. Barnagæsla, heitur pottur og gufa eru einnig lokuð áfram þar til annað verður tilkynnt.
 
Allt íþróttastarf, hvort sem það er innan ÍSÍ eða ekki, er heimilt með 50 manna hámarki. Tímar í glímu (BJJ), MMA, boxi og kickboxi hefjast því að nýju en við minnum á Reglur Mjölnis hér að neðan í því sambandi.
 
Líkt og áður eru skýrar reglur um að hvorki iðkendur né starfsmenn mega koma inn í Mjölni ef þeir:

a. Eru í sóttkví.
b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Eru með einhver einkenni flensu eða annarra veikinda (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Við viljum þakka iðkendum okkar sem lang flestir hafa haldið tryggð við Mjölni á þessum erfiðu tímum. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að ástandið er víða erfitt og tryggð ykkar gerir okkur kleift að halda áfram starfsemi og eins og fram hefur komið mun Mjölnir bæta þeim tíma sem lokað var aftan við áskrift þeirra sem héldu henni virkri og halda áfram með þau námskeið sem frestað var.

Með öðrum orðum Mjölnir opnar (með takmörkunum) samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 13. janúar. Rosalega hlökkum við til að sjá ykkur!!!

Við biðjum alla að kynna sér vel Reglur Mjölnis um sóttvarnir

Tilkynning ráðuneytisins, reglugerðin og minnisblað sóttvarnarlæknis

Leiðbeiningar Landlæknis fyrir starfsemi heilsu- og líkamsræktarstöðva vegna COVID-19

Hér er neðan er svo samantekt á helstu reglum sem gilda í Mjölni á dögum Covid um æfingar í íþróttum með snertingu, þ.e. glímu (BJJ), MMA, Kickboxi og hnefaleikum:

  • Fjöldi á hverri æfingu er takmarkaður þannig að vel sé hægt að halda tveggja metra fjarlægð kjósi iðkendur það en þó aldrei yfir 50 í hverju rými. Unnin hefur verið tafla yfir salina og verður fjöldi á æfingum vel undir þeim fjölda sem gefinn er upp fyrir 2 metra lágmark.
  • Á hverri æfingu er hópum skipt í pör eða minni hópa og einungis æft innan hvers hóps til að lágmarka nálægð og samgang.
  • Allir eru með sinn æfingabúnað (galli, boxhanskar eða annar hefðbundinn íþróttafatnaður) og drykkjarbrúsa. Óheimilt er að deila búnaði með öðrum.
  • Notkun á búningsklefa skal vera lágmörkuð og takmörkuð þannig að unnt sé að halda tveggja metra fjarlægð í klefum á milli einstaklinga. Iðkendur eru hvattir til að fara í sturtu heima hjá sér til að takmarka traffík inni í klefum.
  • Allir spritta sig og sótthreinsa fyrir æfingu og ef þeir þurfa að skipta um æfingafélaga.
  • Aðeins þeir sem eiga erindi á æfinguna skulu vera í salnum á meðan á æfingu stendur.
  • Undanþága um tveggja metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.

Þá viljum við einnig minna iðkendur okkar á að ákveðin smit- og sóttkvíaráhætta fylgir ávallt því að mæta í fjölmenni, íþróttaæfingar sem og annað, á tímum sem þessum, burtséð frá öllum reglugerðum. Við hvetjum iðkendur eindregið til hafa slíkt í huga áður en þeir ákveða að mæta á æfingar.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði