Flýtilyklar
BÓLUSETNING Í BOÐI MJÖLNIS - APRÍLGABBIÐ 2021
NEÐANGREIND FRÉTT VAR AÐ SJÁLFSÖGÐU APRÍLGABB.
Við þökkum afar góð viðbrögð og ef einhverjum fannst þetta ekki fyndið biðjum við viðkomandi afsökunar á húmor okkar hinna.
Mjölnir hefur komist að samkomulagi við Landspítalann um að fá um 400 skammta af bóluefninu AstraZeneca. Bólusetningum með AstraZeneca var frestað tímabundið en notkun þess mun hefjast á ný. Vegna þessara tafa eru samt um 400 skammtar að renna út og hefur Mjölnir fengið þá til afhendingar en hjúkrunarfræðingar sem eru meðlimir í Mjölni munu annast bólusetninguna í dag og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á netinu í bólusetninguna og er það gert með því að smella á tengilinn hér að neðan og gefa samþykki sitt. Þetta er eingöngu fyrir virka meðlimi í Mjölni og munum við eftir páska getað opnað æfingar fyrir þá iðkendur sem hafa fengið þessa bólusetningu.
SKRÁ SIG Í BÓLUSETNINGU MJÖLNIS