Víkingaþrek er æfingakerfi sem var upphaflega þróað til að byggja upp þrek, þol og styrk hjá fólki sem æfir bardagaíþróttir. Úr varð heildstætt æfingakerfi sem hentar öllum sem sækjast eftir skemmtilegri hreyfingu og vilja komast í frábært líkamlegt form. Með tímanum breikkaði hópur iðkenda og fjölbreytnin í Víkingaþrekinu jókst með. Í dag bjóðum við upp á krefjandi og skemmtilegt æfingakerfi sem bætir þol, byggir upp líkamlegan styrk og brennir óþarfa fitu með fjölbreyttum æfingum hjá úrvalsþjálfurum.
Æfingarnar eru hannaðar þannig að 40-60 mínútna tími nokkrum sinnum í viku er allt sem þarf til að fá næga hreyfingu, byggja upp þol og styrkja og móta líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, líkamsþyngdaræfingar, högg og spörk í púða, kaðla, sleggjur og margt fleira. Í Víkingaþrekinu er lögð mikil áhersla á rétta tækni, góða líkamsbeitingu og krefjandi æfingar. Þetta skilar sér í hámarksárangri iðkanda sem komast í sitt allra besta form og halda því.
Þessir tímar eru opnir öllum þeim sem hafa lokið Víkingaþreki 101 eða treysta sér til að mæta/eru með sambærilega reynslu.
Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Víkingaþrek
Markmið: Að iðkendur efli líkamlegan styrk og úthald í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi.
Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:
Íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)
Yfirþjálfari: Benedikt Karlsson
Námskeið
Engin námskeið fundust.