Ingþór verður gestaþjálfari á morgun

Add comments

Ingþór og Gunni í kröppum dansi

Ingþór Örn Valdimarsson mun kenna allar æfingar á morgun, miðvikudag.

Ingþór er með svart belti í júdó og blátt belti í BJJ. Hann er Íslandsmeistari í +100 kg flokki í BJJ og er aðalþjálfari Fenris á Akureyri. Ingþór hefur einnig mikla reynslu í Muay Thai.

Ingþór er núna staddur í Reykjavík í eina viku til að aðstoða Gunna við æfingar fyrir viðureign hans á móti Sam Elsdon í Englandi í febrúar. Ingþór er sérstaklega hentugur æfingafélagi fyrir þessa viðureign þar sem hann er með góðann júdó og muay thai bakgrunn eins og mótherji Gunna.

Hér má sjá myndir af þeim félögum á æfingu í gærkvöldi. Með þeim á myndunum er Vignir Ingi Bjarnason.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized January 26th 2010

Comments are closed.