Gunnar vann til gullverðlauna á Hawaii

Add comments

Gunnar NelsonGunnar gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Opna meistaramótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) á Hawaii í nótt. Þátttakendur á mótinu voru í kringum 150 en því var skipt upp í þrjú styrkleikastig (novice, intermediate og advance) og tók Gunnar þátt í því erfiðasta (advance) en hann keppti í -176 punda flokki (ca. -80kg). Flokkur Gunnars var ekki mjög fjölmennur en hann sigraði þó tvo erfiða andstæðinga í úrslitum og tryggði sér gullverðlaunin en sá sem Gunnar sigraði í fyrstu glímunni var m.a. talinn sigurstranglegastur á mótinu og hafnaði loks í öðru sæti eftir úrslitarimmu við annan andstæðing sem Gunnar sigraði einnig á mótinu. Sannarlega frábær árangur hjá Gunnari en rétt er að rifjað upp að Gunnar sigraði Opna írska meistaramótið í BJJ í október á síðasta ári, bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki. Ekki var keppt í opnum flokki á mótinu á Hawaii í nótt. Gunnar er nú á leið heim til Íslands og er væntanlegur á miðvikudagsmorgun.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized June 2nd 2008

Comments are closed.