Grunnnámskeið hefjast í nóvember

Add comments

Fjölmörg grunnnámskeið verða í boði hjá Mjölni í nóvember og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mjölnir 101.
Tveggja mánaða grunnnámskeið þar sem iðkendur læra grunninn í brasilísku jiu jitsu, kickboxi, wrestling og mma.  Þrjár æfingar eru í viku, mánudaga kl. 20:00, miðvikudaga kl. 20:00 og föstudaga kl. 19:00.  Hver æfing er klukkutími.  Verð á námskeiðið er 19.900 kr og hefst það miðvikudaginn 2. nóvember.

Box 101.
Tveggja mánaða grunnnámskeið þar sem iðkendur læra grunninn í hnefaleikum.  Þrjár æfingar eru á viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 19:00.   Hver æfing er klukkutími.  Verð á námskeiðið er 19.900 kr og hefst það miðvikudaginn 2. nóvember.

Víkingaþrek 101.
4 vikna grunnnámskeið þar sem iðkendur læra grunnæfingar með ketilbjöllum, ólympískum stöngum, lyfta eigin líkamsþyngd, berja púða með höggum og spörkum og margt fleira sem gert er í Víkingaþrekinu.  Farið er rólega af stað og við aukum keyrsluna eftir því sem líður á námskeiðið.   Víkingaþrek 101 er þriðjudaga kl. 18:00-18:40, fimmtudaga kl. 18:00-18:40 og laugardaga kl. 12:00-12:40, hefst námskeið þriðjudaginn 1.nóvember.  Verð er 13.900 kr.

Mjölnir 101 unglingar.
Tveggja mánaða grunnnámskeið þar sem iðkendur á aldrinum 12-16 ára læra grunninn í brasilísku jiu jitsu, kickboxi, wrestling og mma.  Þrjár æfingar eru á viku, mánudaga kl. 16:00, miðvikudaga kl. 16:00 og föstudaga kl. 17:00.  Hver æfing er klukkutími.  Verð á námskeiðið er 14.900 kr og hefst það miðvikudaginn 2. nóvember.

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum mjolnir@mjolnir.is, einnig er hægt að hringja í afgreiðsluna í Mjölni (534-4455), en er hún opin eftir stundaskrá.

FacebookTwitterEmailShare
Uncategorized October 16th 2011

Comments are closed.